Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 3
Freskómynd eftir hinn kunna listamann T. Billman. Táknræn fyrir nútíma sjóhernað og mann- vonsku. alls 147 menn, þar af 139 lög- skráðir íslenskir sjómenn. Er það mesta mannskaðaár, sem af er öldinni. Annað mesta mann- skaðaárið var 1906, en þá fórust 125 menn. Af þeim 139 sjómönn- um, sem fórust 1941, má telja sennilegt að 122 hafi farist af hernaðaraðgerðum, þar af féllu margir fyrir beinar árásir, svo sem annars staðar er frá greint. Á árinu fórust 3 togarar, 1 flutn- ingaskip, 2 línuveiðarar, 3 vélbát- ar yfir 12 smálestir, 2 vélbátar undir 12 smálestum og einn opinn róðrarbátur. Árið 1942 fórust af sjóslysum VÍKINGUR 54 lögskráðir sjómenn, en alls lét- ust af sjóslysum 64 menn. , Af þessum 54 lögskráðu sjómönnum fórust margir af hernaðaraðgerð- um, beint eða óbeint. sennilega 31 og auk þess 2 farþegar. Þá fórust erlend flutningaskip og fiskiskip við ísland, er á voru nokkrir fslendingar, en á þeim skipum voru 70 erlendir menn. Einn togari fórst það ár, 4 vél- skip yfir 12 smálestir og 4 vél- bátar undir 12 smálestum. Árið 1943 fórust 78 íslending- ar, þar af 66 á höfum úti. Af þeir voru 43 lögskráðir sjómenn, þar af 7 erlendir, 2 vegna skot- árásar flugvélar hér við land, 23 af skipum, sem fórust hér við land með öllu og stærri voru en 12 smálestir. 29 farþegar fórust á skipum hér, þar af 4 sjómenn. Einn togari fórst það ár, einn línuveiðari, er var í flutningum, 3 vélbátar yfir 12 smálestir og einn opinn vélbátur. Árið 1944 fórust alls 83 íslend- ingar af völdum sjóslysa, þar af 66 lögskráðir sjómenn, sennilega flestir af hernaðarástæðum, auk þess 10 farþegar. Skipsskaðarnir voru þessir: Eitt farþegaskip, einn togari, 3 flutningaskip, 7 vél- bátar yfir 12 smálestir, 5 vélbát- ar undir 12 smálestum. Árið 1945 fórust 34 íslending- ar af völdum sjóslysa, svo vitað sé, þar með taldir 3 menn, er voru í siglingum erlendis. Ófriðnum lauk fyrri hluta árs, svo að auð- séð er, að af þeim orsökum dreg- ur mjög úr manntjóni, sé miðað við hin fyrri styrjaldarár. Skipa- tjónið var sem hér segir: Eitt flutningaskip, einn línuveiðari, 6 vélbátar yfir 12 smálestir, 4 vél- bátar undir 12 smálestum. Umhorf í upphafi stríðssiglinga Þegar litið er á hina óhemju sjósókn íslendinga á styrjaldar- árunum og siglingar landa milli, er vert að athuga nánar aðbúð sjómannanna og hvernig þau skip voru, sem bókstaflega fleyttu þjóðinni fram til velmegunar á þessum örgu tímum. Áratugurinn 1930 til 1940 var erfiður fyrir útveginn og þótt all- vel veiddist af og til, gekk flotinn til rýrnunar og ný skip voru held- ur fátíð fyrirbrigði, þar til sein- ustu árin að skipasmíðar innan- lands jukust. Og árið 1939 var gott ár, hvað endurnýjun hinna smærri báta snerti. En stænú skipin voru í notkun, þrátt fyrir 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.