Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 14
önnur var sú, að við vorum orðn- ir á eftir tímanum, áratug eða meira og skipin voru orðin mjög gömul og alls ekki af þeirri vinnugerð, sem talin er hag- kvæmust í rekstri. Það var því ekki um að villast að við urðum að endurnýja flotann. Það var því ekki spurningin um það hvort fara ætti í að end- urnýja, heldur hvað átti þessi endurnýjun að verða mikil í einu og hvernig átti að framkvæma hana. Sú leið, sem við (í ríkisstjórn- inni) völdum, eða sú leið, sem ég hafði áhrif á, var sú að við ætt- um að miða við að fá hentug skip til hráefnisöflunar fyrir fisk- vinnsluna í landi, en þó traust og góð skip, sem stundað gætu veið- ar allt árið á okkar miðum, ís- landsmiðum. Það varð úr, að sú leið var valin að kaupa til landsins skut- skip um 500 rúmlestir að stærð, skip, sem gátu komið með að landi 100—170 tonn af fiski til vinnslu í veiðiferð, eða með við- ráðanlega farma fyrir fiskvinnsl- una í landi. Með þessum stærðarmörkum var einnig unnt að komast af með minni mannskap, en tíðkað- ist á togurum í okkar útgerð, enda hefur raunin orðið sú að á þessum skipum er 15—16 manna áhöfn, enda þótt haldið sé því vinnufyrirkomulagi, sem ríkti á togaraflota okkar, en sem kunn- ugt er þá voru eldri togararnir með 25—32 manna áhöfn og stórir skuttogarar eru með 25 manna áhöfn. Það var sumsé þetta sem lá til grundvallar um val skipagerðar- innar. Þá var annað mál, sem þýðingu hafði, en það var stað- setning nýja togaraflotans. Þar sem öflun hráefnis til fisk- vinnslunnar í landinu var nú orð- ið meginviðfangsefni þessara skipa, þá var auðvitað ljóst að skipin urðu að vera staðsett víðs- vegar um landið, eins og fisk- vinnslustöðvarnar. Þarna varð auðvitað að takast með í reikn- inginn, að staðirnir urðu að hafa bolmagn til þess að kaupa og gera út stóra togara. Iteynslan varð sú, að þessi togarafloti mun nú gerður út frá um 30 stöðum á landinu. Allir gáíu keypt togara, ef þeir höfðu tilskilda fjármuni Þá var það spurningin um skipafjöldann. Við í ríkisstjórn- inni fórum þá leið, að ríkið keypti ekki þessi skip. Ríkið ætl- aði sér ekki að stunda togaraút- gerð, heldur var gengð beint inn í þau rekstrarform sem fyrir voru í landinu, að allir gátu eign- ast togara, sem þess óskuðu, þ.e. einstakir útgerðarmenn, útgerð- arfélög, bæjarfélög, samvinnufé- lög og félög sem áttu fiskvinnslu- stöðvar og vildu gerast aðilar að útgerð til þess að tryggja sér hráefni. Það kom í ljós, að ef miðað var við þáverandi kerfi, voru litlar líkur á að menn hefðu fjárhags- legt bolmagn til endurnýjunar, eða skipakaupa. Það varð því úr að ákveðið var að liðka eitthvað til fyrir þeim sem annars höfðu enhverja getu, þannig að þeim væri það fjárhagslega kleift að komast yfir þessi skip. 1 lögum hjá okkur voru ákvæði um það, VÍKINGUR Hver skuttogari kostar hundruð milljóna og á miklu veltur, að sjómenn kunni sitt srtarf til hlítar. Þessi er efnilegur. 134

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.