Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 27
ARNAÐ HEILLA Ólafur J. Sveinsson Sjötugur Á gamlársdag síðastliðinn hætti störfum hjá Rvík-radíó Ólafur J. Sveinsson, loftskeyta- maður, en hann varð sjötugur 2. ágúst 1974. Af þeim sökum lögðu leið sína inn í Gufunes nokkrir loftskeytamenn, er um nokkra áratugi hafa átt við hann ein- staklega skemmtilegt samstarf. Þakka honum og heiðra í tilefni af sjötugsafmælinu. Honum var færður silfurbókahnífur, fagur- lega smíðaður með mynd af vík- ingaskipi og merki Félags ísl. loftskeytamanna. Þegar oss bar að garði var Ól- afur að enda sína síðustu vakt, sem starfsmaður L. í. á Reykja- vík radíó, eftir þrjátíu og tveggja ára starf. Stöðvarstjóri, St. Am- dal, bauð aðkomumönnum til kaffidrykkju ásamt hinum sjö- tuga unglingi, Ólafi J. Sveinssyni. Þar gafst okkur tækifæri til að ræða lítillega við Ólaf. Hann er fæddur í Vík í Mýrdal 2. ágúst 1904, og voru foreldrar hans Sveinn Þorláksson, símstj. þar, og kona hans, Eyrún Guð- mundsdóttir. Hann byrjaði ung- ur sjómennsku á skútum og tog- urum. Útskrifaðist sem loft- skeytamaður frá Loftskeytaskóla Otto B. Arnars árið 1927. Var fyrst loftskeytamaður á togur- um, en síðan á farskipum (Eim- skip). Árið 1942 hóf hann að starfa á Loftskeytastöðinni í Reykjavík og á gamlársdag á ár- inu sem hann fyllir sjötugasta tuginn, lýkur hann störfum þar. Þetta er táknrænt um Ólaf. Hann hefur alltaf lokið sínum verkum að fullu. Það er þess vegna, sem við starfsbræður hans, erum staddir hér í dag til að heiðra hann og þakka hans einstöku lipurð og samviskusemi. Er við spurðum Ólaf hvernig hon- um hafi líkað starfið, kom í ljós, Ólafur J. Sveinsson tekur á móti silfurhnífnum ... frá ... loftskeyta- mönnum á vinnustað (TFA). að það hafi honum fallið einkar vel í geð. Skemmtilegustu stund- irnar væru þegar mikið væri að gera. Menn hefðu ekki tíma til að láta sér leiðast. Hann sagðist muna eina leiðinlega nótt er hann var á vakt, en það var 17. febr. 1943, er vélskipið Þormóður fórst á Faxaflóa og með því um þrír tugir manna, og síðustu orð skip- stjórans voru þessi: „Eina vonin er að hjálp berist strax.“ Eins og að framan getur hafa öll störf Ólafs einkennst af trú- mennsku, samviskusemi og ár- vekni. Þó hann eigi 46 ár að baki sem loftskeytamaður og búinn að útheimta sinn tíma sem opin- ber starfsmaður, er starfsþrekið óskert, því að hann lét þau orð falla, að eftir nokkra daga færi hann sem loftskeytamaður á eitt farskipið í afleysingu. Ólafur lauk þessu stutta rabbi yfir kaffibollanum hjá stöðvar- stjóranum í Gufunesi, við okkur loftskeytamenn, að hann vildi senda öllum loftskeytamönnum og öðrum sæfarendum þakkir fyrir ánægjulegt samstarf síðast- liðin 32 ár á Rvík radíó. Þar með var hinn síkáti, sjötugi unglingur þotinn að tækjum sínum á TFA. Við vonum að hann eigi eftir að starfa í ekki ófá ár enn, því starfsþrekið virðist óbilað og starfsviljinn mikill. Lifðu heill, heiðursmaður. Fj. Útgeröarmenn Vélstjórar ðnnumst allar raflagnir og viögeröir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 VÍKINGUB 147

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.