Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 26
Kjarnorkukona, sem vissulega hefur ekki grafið sitt pund á hin- um erfiðu tímum fyrir og eftir síðustu aldamót. Þessi hjón, foreldrar Bjöms, voru að því er ég held alltaf kennd við Ánanaust, hvort sem þau áttu heima austan eða vest- an við „lækinn", sem þá skildi vestur- og austurbæ að. Bjöm hóf jámsmíðanám ó- venjulega ungur hjá hinum al- þekkta járnsmíðameistara, Þor- steini Jónssyni á Vesturgötu, sem á þeim tímum þótti harður en góður skóli, þar sem fór saman alhliða líkamsþjálfun ásamt kennslu í „faginu" og viður- kenndri skyldurækni við „járn- smíðafagið". Þar var gamli „eld- smiðurinn" að verki, þar var harður skóli og góður skóli og þeir sem stóðust það próf þóttu menn að meiru. Bjöm var herbergisfélagi minn og þar með nánasti félagi árið 1923—24, þegar við báðir vorum í yngri deild Vélstjóraskóla ís- lands. Björn var þá eins og alltaf fjórum árum yngri en ég — og hefði því átt að hafa síðasta orð- ið — var eftirminnileg persóna, sem ekki gleymist. Hann var meðalmaður á vöxt, ýturvaxinn, góður meðalmaður í skóla og ákaflega vel liðinn jafnt af kenn- urum sem skólabræðrum. Hann var eftirsóttur í jafn- aldrahópi og átti marga vini, leik- bræður og félaga í hópi vestur- bæinga sem þá ekki síður en nú áttu sinn þátt í félagslífi bæjar- ins. 1 þessum hópi var hann eftir- sóttur vegna frábærrar kímni og hnyttinna uppátækja og svaf þá oft styttri tíma en æskilegt þótti samkvæm almennum regl- um. Hann hafði engan áhuga á því að verða „dúx“ en hann mætti vel og reglulega í tímum — stundum lítið lesinn og of illa sof- inn en stóð sig alltaf með prýði. Jafnvel hinir þröngsýnustu og ströngustu kennarar, sem að vísu voru allir ágætismenn, voru ánægðir með frammistöðu hans eftir tvísýnar yfirheyrslur, og hann virtist alltaf hafa lánið með sér og standa með pálmann í höndunum. Björn var yngstur af okkur ellefu skólabræðrum. Hann var gleðimaður, sem naut þess að skemmta sér í vinahópi, en hann var þá líka alvörugefinn og virti án þess að fyrirverða sig sína barnatrú og ýmsar venjur hon- um kenndar af ástríkum foreldr- um. Þessar venjur voru sameigin- legar vöggugjafir allflestra sam- tímamanna hans en lítt viðhafð- ar í daglegri breytni eftir að handleiðslu foreldra var lokið. Þessi stefnufesta Björns var eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þeg- ar við urðum herbergisfélagar og ég virti það og mat og vona að hann hafi stundað það alla tíð. Björn sigldi árum saman sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Is- lands, vann sig þar upp frá lægsta þrepi til efstu tröppu. Naut góðrar leiðsagnar margra góðra manna sem hann kunni vel að meta og tileinka sér það já- kvæða sem út frá þeirri reynslu hafðist. Hann var í sínu vélstjórastarfi vel liðinn af yfir- og undirmönn- um svo sem í einkalífi sínu. Vök- ull og lánsamur og lauk löngu vél- stjórastarfi með ágætum. Árið 1931 kvæntist Björn Ingi- björgu Stephensen, dóttur Ólafs Stephensens prests í Mýrdal, Lágafelli í Mosfellssveit og víðar, alþekkts kenni- og athafnamanns og konu hans Steinunnar Eiríks- dóttur sem mun hafa átt sín síð- ustu ár í skjóli Bjöms og Ingi- bjargar. Þau hjónin, Bjöm og Ingi- björg, eignuðust þrjá syni sem eru allir nýtir og vel metnir borg- arar í dagsins önn en þeir eru: Ólafur, verksmiðjustjóri í Stál- smiðjunni hf., Jón Hilmar, vél- stjóri og hitaveitustjóri á Sel- tjarnarnesi, og Björn Ingi, kjöt- iðnaðar- og kaupmaður. Björn Jónsson, minn gamli vin- ur og félagi er allur, horfinn í skaut feðra sinna bak við „tjald- ið“. • En eftir eru minningar, margar og góðar, hugþekkar og margbreytilegar. Þakka góða viðkynningu og skemmtilega samleið. Kær kveðja til Ingibjargar, sona, tengda- og barnabarna. Guðfinnur Þorbjörnsson. HAPPDRÆTTI DAS 60% af ágóða varið til bygg- ingar Dvalarheimilisins. SKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6 Aðalumboð Vesturveri. Símar: 17117 og 17757 önnumst viðgerðir á rafvélum og raflögnum fyrir skip og í landi. Góðir fagmenn. Vönduð vinna. Rafvélaverkstæðið VOLTI Norðúrstíg 3, símar 16458 og 16398 SÖLUSAMBAND ÍSLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA stofnað í júlímánuði 1932, með samtökum fiskframleið- enda, til þess að ná eðlilegu verði á útfluttan fisk landsmanna. Skrifstofa Sölusambandsins er í Aðalstræti 6. Símnefni: FISKSÖLUNEFNDIN Sími: 11480 (7 línur). 146 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.