Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 17
Þau hafa því minna þjóðhag-slegt gildi, en hin skipin. Ég vil í þessu sambandi minna á eitt að við megum ekki aðeins líta á 500 tonna skipin sem veiði- skip. Þau hafa líka veitt togara- sjómönnum ólíkt betri vinnuað- stöðu en þeir höfðu. Aðgerð fer fram undir þilj um og innangengt er milli allra starfsstöðva og vist- arvera í skipunum. Líka hafa þau veitt sj ómannastéttinni miklu betri kjör en áður þekktust. Þau hafa því ekki aðeins staðið sig vel á reikningsplani Þjóðhags- stofnunar, heldur einnig fyrir fólkið sem á þeim starfar og við þau vinnur. Togaraútgcrðina lier að Nk«<)a í samhengi við fiskiðnailinn í landi Hinn þátturinn, sem við meg- um ekki gleyma er samhengið við fiskvinnslustöðvarnar í landi. Með tilkomu þessara skipa var í raun og veru verið að gera bylt- ingu í fiskvinnslunni í landinu. Við þurfum ekki að leita langt aftur í tímann til þess er stöðug- ar auglýsingar dundu á verka- fólki í fiskiðnaðinum, þar sem það var boðað til vinnu í fyrra- málið, eða því var tilkynnt að vinna hæfist eftir hádegið eða að ekki yrði unnið í dag. Oft var ekki unnið í frystihúsunum heilu dagana, eða mánuðina, vegna þess að hráefni, fiskur, barst ekki til vinnslu. Nú heyra svona vinnubrögð að mestu fortíðinni til. Með tilkomu skuttogaranna var unnt að skipu- leggja fiskvinnsluna þannig, að samfelld fiskvinnsla fer fram í hraðfrystihúsunum, jafnvel hvern einasta dag ársins. Flestir komu upp hjá sér kæld- um fiskmóttökum, kældum fisk- geymslum. Skipin höfðu með- ferðis kassa, sem fiskurinn var ísaður í og fiskkassarnir voru settir í kældar geymslur, þar var hann varðveittur, uns hann var tekinn til vinnslu. Skipin eru aðeins úti í viku, eða svo, og það er fiskmagnið í geymslunni í landi, sem ræður því hversu lengi togarinn er á sjó, en ekki dagafjöldinn. Við þessar aðstæður gjör- breyttist nýting frystihúsanna og hagur þeirra sömuleiðis. Fólk- ið fær nú stöðuga vinnu, sem það getur gengið að dag hvern. Það er því nú, í fyrsta sinn, hægt að segja að fiskvinnslan sé orðin sambærileg við annan verk- smiðjuiðnað. Þetta hefur tekist að gera og má nefna staði þar sem þetta hefur tekist til fullnustu. Fiskvinnslan í frystihúsunum er rekin svona á ísafirði og víða annars staðar á Vestfjörðum. Svona er þetta rekið á Neskaup- stað og hefur verið þannig í fjög- ur ár, á Eskifirði, Seyðisfirði og víðar. Þetta fyrirkomulag er að kom- ast á norður á Akureyri, á Siglu- firði og á fleiri stöðum, sem allt of langt er upp að telja. Er ri‘11 a<I vcita elnka- Icyíi Iil sjósóknar? — Nýlega hefur orSiS að lög- um frumvarp, sem veitir sjávar- útvegsráöuneytinu víötæka heim- ild til þess að úthluta veiðileyfum á hafinu til einstakra manna og eins til byggingu vinnslu- stöðva. Telur þú þetta rétta stefnu, eða eiga þeir að fá að fiska sem róa? — Það er rétt, að þessi vand- ræðastefna hefur verið að gera vart við sig á fslandi, svo um munar. Þó er það svo, að þessar veiðiheimildir hafa einkum verið bundnar við tvenns konar veiði hjá okkur til þessa. Það er við rækjuveiði og við skelfiskveiði. Það var mín stefna að neita því algerlega, þótt um það væru sett- ar fram kröfur, að þeir einir ættu að fá að sitja að veiðinni, sem byggj u í námunda við miðin. Varðandi þorskveiðar og síld- veiðar þá hefur þessari stefnu algerlega verið hafnað. Það væri í rauninni fráleit stefna að skipta hafinu umhverfis landið í ákveðin hólf og segja síðan að þessi mætti aðeins veiða þarna og hinn aðeins hérna. Hinu er svo ekki að leyna að hagkvæmt getur verið að skipta afla, sem takmarkaður er við ákveðin svæði og ákveðið magn. Ef farið er út í að úthluta FÆRIBANDAREIMAR Fyrir fiskvinnslustöðvar, skuttogara, rækjustöðvar, fiskimjölsverksmiðjur RÆKJUFRAMLEIÐ. ENDUR ATHUGIÐ: Ljósgrænu reimarn- ar ó skoðunar- böndin hafa sannað gildi sitt. MIKIÐ ÚRVAL TEGUNDA, LITA OG STÆRÐA. Einnig allar tegundir færi- bandareima úr riðfríu stóli og galvaniseruðu stóli. SPYRJIÐ ÞÁ, SEM REYNSLUNA HAFA. SLÉTTAR fyrir LÁRÉTTA FÆRSLU RIFLAÐAR fyrir HALLANDI FÆRSLU með ÁSOÐNAR SPYRNUR fyrir BRATTA FÆRSLU ARNIOLAFSSON &CO.SIMI 40088 VÍKINGUR 137

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.