Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 24
HORFNIR FÉLAGAR
t
Loftur Júlíusson
Fæddur 18. ágúst 1919. Dáinn 9. nóv. 1975.
Það var að morgni hins 10.
nóvember sl. er ég var staddur
úti í Hollandi, að mér barst sú
sorgarfregn, að dauðinn hefði
höggvið á akkerisfestar vinar
míns og fyrrverandi skipstjóra,
Lofts Júlíussonar, þá daginn áð-
ur. Það kom mér sannarlega á
óvart, því að ég hafði átt tal við
hann í síma skömmu áður en ég
fór af landi brott, og kvaðst hann
þá við beztu heilsu. Hann sagðist
mundi fagna því innilega, þegar
hann fengi að sjá sitt gamla skip
bv. Narfa í nýjum búningi, sem
skuttogara. Enda var hann fyrsti
íslendingurinn, sem hafði stjórn-
að slíku skipi, því hann hafði áð-
ur verið skipstjóri á enskum
skuttogurum og var mikill áhugi
hjá honum hvernig til mætti tak-
ast með breytinguna á Narfa.
Loftur var fæddur í Reykjavík
18. ágúst 1919, sonur merkishjón-
anna Elínborgar Kristjánsdóttur
og Júlíusar Kr. Ólafssonar yfir-
vélstjóra.
13 ára gamall hóf hann sjó-
mennsku á togara hér heima.
Hann hafði alltaf áhuga á að
kanna nýjar slóðir, því aðeins 17
ára gamall réði hann sig á ensk-
an togara. Eftir það stundaði
hann sjómennsku á íslenzkum
togurum og sigldi öll stríðsárin á
þeim, að undanteknum þeim
tíma, er hann stundaði nám í
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík. Þaðan lauk hann prófi frá
fiskimannadeild árið 1941. Að
prófi loknu fór hann sem annar
stýrimaður á bv. Gyllir, til hins
kunna aflamanns Hannesar Páls-
sonar. Loftur var afbragðs sund-
maður og eftir að sjómannadag-
urinn var stofnaður var hann þar
virkur þátttakandi í þeirri íþrótt,
og gekk ævinlega með sigur af
hólmi.
Það skipti sköpum í íslenzkri
togarasögu, þegar fyrsti íslenzki
nýsköpunartogarinn, happaskipið
Ingólfur Arnarson, sigldi inn í
Reykjavíkurhöfn, en fyrsti stýri-
maður þar um borð var Loftur
Júlíusson. Á Ingólfi Arnarsyni
var hann stýrimaður og afleys-
ingarskipstjóri, þar til hann fór
til Hellyersbræðra í Hull og var
fiskiskipstjóri á togurunum Nor-
man og Roderigo. (Þessir tog-
arar fórust síðar báðir. Nonnan
strandaði við Hvarf á Grænlandi,
en Roderigo fórst út af Vest-
fjörðum í NA-stórviðri).
Þegar Norðmenn voru að
hefja togaraútgerð sína árið 1953
leituðu þeir til Lofts og fengu
hann til að takast á hendur skip-
stjórn á togaranum Tromstrawl.
Þar var hann í eitt ár. Þegar
hann kom heim réðist hann fyrsti
stýrimaður á bv. Marz hjá Mark-
úsi Guðmundssyni. Árið 1954 láta
Englendingar byggja sinn fyrsta
skuttogara, Fairtry I. Valmaði
þá strax áhugi hjá Lofti á skut-
togurum og fylgdist hann vel
með gangi þessa skips og hvernig
skuttogaraveiði þróaðist í hönd-
um hins kunna skipstjóra, Leo
Romain. Árið 1958 er Loftur
kominn um borð í Fairtry I, fyrst
á dekkið sem háseti og síðar sem
annar stýrimaður og skömmu síð-
ar sem fiskiskipstjóri. Salversens
útgerðin kunni að meta hæfileika
Lofts, því að á árunum 1959 og
’60 hefur hann eftirlit með bygg-
ingu verksmiðjutogaranna Fair-
try II og Fairtry III í Renfrew.
Eftir það er hann fiskiskipstjóri
á þessum togurum sitt á hvað,
því þetta voru skip, sem höfðu
langt úthald. Fyrstu árin frá ein-
um til tveim mánuðum og síðar
eftir að fiskur fer að tregast allt
upp í þrjá til fjóra mánuði. Loft-
ur var sérlega vel liðinn af þeim
skipstjórum, sem með honum
störfuðu og hefi ég þeirra orð
fyrir því. Þetta voru kunnustu
úthafsskipstjórar Breta og lang-
ar mig til að nefna Leo Romain,
Jimmy Zeeder, Charlie Johann-
son, Hall Isaksen, Dick Dooks og
Russel, sem allir voru til skiptis
á Fairtry-skipunum.
Loftur var afar greiðvikinn og
hjálpaði mörgum og ég hefi fyrir
satt, að það hafi stundum ekki
orðið honum útlátalaust. Alltaf
var hann boðinn og búinn til að
liðsinna öðrum skipum, hvort
heldur var með lyf eða varahluti,
og var hann aldrei glaðari en þeg-
ar hann gat bætt úr þörfum ann-
arra. Ég man til dæmis eftir að
VÍKINGUR
144