Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 21
námskeið fyrir vélstjóra og vélgæslubók á íslensku Mikil framleiðsluaukning og umtalsverð áætlanagerð er á döf- inni hjá Wichmann Motorfabrik A/S á Rubbestadnesinu í Noregi. Árið 1902 var fyrsta vélin framleidd í vagnhjólaverksmiðj- unni á Rubbestadnesinu og 8 ár- um seinna eru fyrstu vélarnar af- greiddar til íslands. Á árunum 1910—1930 seldust f jölmargar vélar til íslands, eink- um til Austf jarða, og líkuðu þess- ar vélar vel. Því má með sanni segja, að Wichmann-vélin hafi fylgt dyggilega þróunarsögu ís- lenzkrar vélbátaútgerðar, síðar síldarútgerðar og nú á seinni ár- um togaraútgerðar landsmanna. I dag eru í íslenzka flotanum um 60 skip með Wichmann-vélar, þar af 10 togarar. Mörg af frægustu aflaskipum flotans eru og hafa verið með Wichmann-vélum, má þar t.d. nefna Guðmund Þórðarson, Víði II, Gísla Árna, Jón Kjartansson, Börk, ísafold og nú síðasti samn- ingur, sem verksmiðjan hefur gert við íslenzka aðila, er vél í Vestmannaeyj afer j una. Árið 1974 var netto umsetning Wichmann Motorfabrik A/S 86 millj. norskra króna og hafði þá umsetningin aukizt um 30% frá árinu áður. Hagnaður, reiknaður fyrir afskriftir, var 4 milljónir. Veksmiðjan hefur nú eingöngu beint framleiðslu sinni inn á framleiðslu aðalvéla fyrir skip, skrúfubúnað, skrúfuhringi, fjar- stýrikerfi fyrir aðalvélar og EO- kerfi (25 klukkustunda ómannað vélarúm). Myndin er tekin fyrir utan Hótel Holt, en þar var nýlega lialdið nám- skeið á vegum Wiclimann umboðs- ins fyrir íslenzka vélstjóra. — Frá vinstri fulltrúi W'ichmann-verk- smiðjanna, Haldorsen. Til liægri er Artliur Farestveit lijá E. Farestveit & Co. hf., sem er umboðs- og þjón- ustuaðili liérlendis fyrir W'ichmann. Árið 1974 framleiddi verk- smiðjan vélar er skila saman- lagðri hestorkutölu að 83.000, en áætluð framleiðsla fyrir árið 1975 mun verða yfir 100.000 hest- öfl. Vélarnar sem nú eru fram- leiddar, eru að stærðargráðunni 1000 til 6000 hestöfl, Vélargerðin sem nú er lögð áherzla á hefur tegundai'heitið Wichmann AX og er hún hönnuð í náinni samvinnu til Tækniháskólann í Þrándheimi (NTH) einnig fengu verksmiðj- urnar lánaðan til 2 ára færasta verkfræðing Norska Veritas til að vinna að lausn ákveðinna verk- efna. Það má því með sanni segja að allir tæknifróðustu aðilar Nor- egs í vélarfræðum hafi haft hönd í bagga með framleiðslu þessarar vélar. I árslok 1974 var búið að fram- ieiða 200.000 hestöfl sem bundin voru í AX vélinni en af þessum hestöflum fóru 45.000 til skipa viðkomandi olíuiðnaðinum. Árið 1974 voru 22% af framleiðslu verksmiðjunnar flutt út, en þá er ekki miðað við vélar sem fóru í norsk skip byggð erlendis. I Noregi annast verksmiðjan sjálf alla þjónustu fyrir vélarnar, en á erlendri grund hefur hún gert samninga við viðurkennd fvrirtæki á hverjum stað. I dag spannar þjónusta verk- smiðjunnar allan heiminn og hef- ur aðstaða á flugvellinum í Ber- gen gert það mögulegt. Verksmiðjan rekur þjónustu- miðstöð í Tromsö í Norður Nor- egi. Við þessa þjónustumiðstöð starfa 14 viðgerðarmenn sem ávallt eru til reiðu, nótt sem dag, fyrir norska fiskiflotann. Nú er verið að setja á stofn dótturfyrir- tæki í Skotlandi til að bæta úr þjónustu við þann stóra flota sem þangað sækir. Þá halda verksmiðjurnar nám- skeið í hinum ýmsu löndum fyrir vélstjóra og vélsmiði. Dagana 5. 6. og 7. maí var haldið námskeið hér á landi að Hótel Holti fyrir um 50 vélstjóra og vélsmiði. Reynslan sýnir að slík námskeið spara útgerðinni oft stórfé í varahluta og viðgerðakostnaði. Einnig hefur verksmiðjan látið þýða um 170 síðna vélgæzlubók á íslenzku. Þetta á einnig að vera til mikilla hagsbóta fyrir íslenzka vélstjóra. Sumarið 1974 flutti yfirstjórn verksmiðj unnar og þróunardeild inn í nýtt húsnæði um 2000 m- og eru miklar byggingarfram- kvæmdir á döfinni næstu 3 árin, en ætlunin er að 3 falda fram- leiðsluna á þessum tíma. Þjónustuaðili fyrir Wichmann á Islandi er: Einar Farestveit & Co h.f. VÍKINGUR 141

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.