Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 8
ERU LOFTSKEYTAMENN ÓÞARFIR I Alþbbl. hinn 22. sl. er grein- arstúfur er hefur að geyma við- tal við Jón Sigurðsson, forseta Sjómannasambands íslands. Orðrétt er m.a. haft eftir Jóni: „Erum til viðtals um fækkun á stóru skuttogurunum". „Það hef- ur ekkert breyst í viðræðunum við útgerðarmenn um kaupið, þeir segjast ekkert hafa til að láta“. „Við erum til viðtals um að breyta þessari tölu og fækka skipverjum á stóru togurunum“. Nefndi hann sem dæmi að ekki sé þörf á að hafa loftskeytamann á stóru skuttogurunum frekar en þeim minni, og ennfremur benti hann á, að á stærri togurum séu t.d. tveir kokkar og þrír vélstjór- ar. Loftskeytamenn hafa verið starfandi á togurum í meira en hálfa öld og nú fullyrðir Jón Sig- urðsson að þeir séu óþarfir. Hvers vegna er Jón Sigurðsson núna fyrst að komast að þessari niðurstöðu? .Hvernig stendur á því að útgerðarmenn hafa verið með launaða óþurftarmenn í rösklega 50 ár? Jón Sigurðsson, er það annars ekki undarlegt að aðrar þjóðir skuli þurfa á loft- skeytamönnum að halda á sínum skipum? Sennilega er þér meira virði að lækka útgerðarkostnað en að stuðla að öryggi skipverja. Starf loftskeytamanns á togara er margþætt. Starfsdagurinn er venjulega frá 0745 til 2400, meira og minna óslitið. Fiskifréttir eru sendar og mótteknar a.m.k. á sinnum á sólarhring. Viðskiptin fara fram á morsi og dulmáli, en það er tvíverknaður vegna mælts máls. Auk þess eru mikil loft- skeytaviðskipti við land, svo sem skeyti um veðurathuganir á þriggja klukkustunda fresti, dul- málsskeyti milli skipstjóra og út- gerðar o. fl. Loftskeytamenn annast allt daglegt viðhald á raL sjám og öllum fiskleitartækjum, að ógleymdum radíóstaðsetning- ar- og senditækjum. Þessi tæki 128 hafa orðið flóknari og marg- slungnari á undanförnum árum. Það gefur því auga leið að eftir því sem þessum tækjum fjölgar er mikilvægara og nauðsynlegra að hafa loftskeytamann er ann- st viðgerðir um borð. Ef útgerð- armenn kaupa fullkomin og ná- kvæm mælitæki, verkfæri og varahluti, kemur tækniþekking loftskeytamanns að fullum not- um. Mælitækja- og verkfæralaus maður er gagnslaus í viðgerðar- vinnu. Fyrir nokkru heyrðist á tal tveggja skipstjóra á skuttogur- um er ekki höfðu loftskeytamenn. Talað var um ratsjá annars tog- arans. Skipstjórinn sagði að hún væri alltaf í ólagi, en þegar sparkað væri í hana lagaðist hún stund og stund. Ætli Jón Sigurðs- Viðvörun frá þremur starfandi loftskeytamönnum son vilji láta háseta vinna að þannig viðgerðum þegar búið er að koma loftskeytamönnum í land? Þá þarf að bæta tábrota- tryggingum í samningana því stígvél eru óhentug til slíkra verka. Loftskeytamenn spara oft fé og fyrrhöfn með viðgerðarvinnu sinni um borð. T.d. er ekki mögu- legt að sigla eða toga í þoku eða dimmviðri með bilaða ratsjá. Kostnaðarsamt er að sigla frá Grænlandi til íslands vegna bil- aðs tækjabúnaðar. Loftskeyta- maður er framkvæmir viðgerð á ratsjá í slíku tilfelli eykur öryggi skipsins og stuðlar að áframhald- andi veiðum þess. I slíku tilfelli er það beinn hagur allra að við- gerð var framkvæmd. Við beinum þessari spurningu til Jóns Sigurðssonar: Er það stefna Sjómannasambands ís- lands að stuðla að skertu öryggi skipshafna og er það skoðun for- setans að loftskeytamenn hafi verið óæskilegir hvað öryggi áhrærir sl. 50 ár? Sjómannasamband íslands ætti að beita sér fyrir lækkun á milli- liðakostnaði og lægri skattlagn- ingu frá því aflanum er landað þar til hann er kominn á borð neytandans. Hætt verði að henda aflaverðmætum fyrir borð af togurum og bátum. Þegar borið er saman skiptaverð aflans til áhafna annars vegar og söluverð þorskflaka á Bandaríkjamarkaði hins vegar, þá er um hundruð prósenta mismun að ræða, sem allt fer í skattlagningu og milli- liði. Það þarf að færa verulegan hluta af þessum hundruðum prósenta til áhafna og til nauð- synlegs rekstrar á togurunum. Þá er kominn grundvöllur gagn- kvæms hagnaðar í stað óraun- hæfra og fálmkenndra fækkunar- aðgerða á togurunum. Næg störf eru fyrir loftskeytamenn í landi, en vegna tryggðar og áhuga á fiskveiðum halda þeir úti til sjós. Geti það bjargað íslenskri tog- araútgerð að 20 loftskeytamenn taki pokann sinn er vandinn ekki mikill. Enda munu þeir flestir hafa yfirdrifna atvinnu af því að eftir að í land er komið, að gera við biluð fiskleitartæki, ratsjár o. fl. um borð í litlum og stórum togurum. Og þegar það er komið í kring hefur J. S. vonandi tekist að ná viðunandi kjörum fyrir vinnu umbjóðenda sinna, þá er lífsmarkmið hans loks fullkomn- að. Guðjón Jónsson, Lárus Helgason, Ólafur Björnsson, lof tskey tamenn. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.