Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 6
Haraldur Henrysson: Frá Hafréttarráðstefnunm Samskipti þjóða og reglur um þau hafa tekið miklum breyting- um á undanförnum áratugum og munu sjálfsagt taka enn meiri breytingum í náinni framtíð. Ný viðhorf og skoðanir hafa skapast, sem þótt hefðu fjarstæðukennd ekki alls fyrir löngu. Þetta á auð- vitað fyrst og fremst rætur að rekja til þess hve heimsmyndin hefur breyst. Fjöldi þjóða hefur komið til sögunnar, er áður voru öðrum háðar og gátu engin áhrif haft á mótun réttarins. Þessi ríki láta nú æ meira að sér kveða og krefjast þess réttar, sem þau telja sig eiga með réttu. Það er í rauninni ekki undarlegt þótt það taki samfélög þjóðanna nokk- urn tíma að aðlaga sig hinum nýju aðstæðum og finna þær lausnir, sem allir geta sætt sig við. Bylting í hafréttarmálum Á undanförnum áratugum hef- ur mikil vinna verið lögð í það á 126 alþjóðavettvangi að semja al- þjóðalög um hafið og hina marg- víslegu nýtingu þess. Þannig voru haldnar alþjóðaráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna 1958 og 1960 í þessu skyni, en þeim tókst ekki að leysa verkefnið nema að mjög litlu leyti. Þessar ráðstefnu mótuðust mjög af hefðbundnum sjónanniðum „gamla heimsins“ um nýtingu hafsins og auðlinda þess. Það þekkjum við íslendingar best, sem vildum ganga í berhögg við þær reglur, er nágrannaþjóðir okkar höfðu mótað í samræmi við sína hagsmuni og vildu um- fram allt festa í sessi til fram- búðar. Á þeim tiltölulega skamma tíma, sem liðinn er síðan fyrr- greindar ráðstefnu voru haldnar, hefur orðið bylting í viðhorfum til hafréttarmála. Þessi bylting hefur að verulegu leyti átt sér stað nú síðustu 4—5 árin eftir að tekið var að undirbúa þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það er fyrst og fremst „nýi heimurinn", þ.e. hinar ný- frjálsu þjóðir heims, sem hafa gert slíka byltingu að veruleika. Mikilvægur árangur fyrir okkur Þegar þessi orð eru sett á blað eru liðnar tæpar fjórar vikur af fundi 3. hafréttarráðstefnunnar í Genf í Sviss. Þegar þetta blað kemur fyrir sjónir lesenda, verð- ur þessum fundum hins vegar lokið og öllum kunnugt um úrslit þeirra. Best er því að fara var- lega í spádómum. Eins og mál standa þegar þetta er ritað, virð- ist fremur ólíklegt að endanleg heildarniðurstaða náist á þessum fundum nú þótt margir hafi von- ast til að svo yrði. Til þess að svo geti orðið sýnast enn óútkljáð of mörg deilumál. Þrátt fyrir þetta er engan veg- inn hægt að halda því fram að það starf, sem hér hefur verið unnið hafi verið til einskis og allt standi í sömu sporum. Þvert á VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.