Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 18
þessum afla til þeirra, sem í grenndinni búa, þá er ekki sama hvernig að því er staðið. Ég er algerlega á móti þeirri stefnu að binda veiðileyfi við vinnsluna í landi og tel að þar sé verið að fara inn á skipulag, sem ekki sé aðgengilegt fyrir okkur. 200 míliirnar — Þrýsíingur mun konia frá IBroinm og Þjóðvcrjuni, ef nrslit fást ekki í Genf — Nú stendur hafréttarráð- stefnan yfir. Þorir þú að spá um málalok þar? Um landhelgismálið vil ég segja það, að það hefur auðvitað komið í ljós, sem við áttum öll að vita, að það sem skiptir mestu máli er svæðið innan 50 míln- anna. Það má fullyrða að á því svæði hafa verið tekin um 95% af aflanum á Islandsmiðum. Það er því þetta svæði sem mestu máli skiptir, að við náum fullum tökum þar. Auðvitað dregur þetta ekki úr mikilvægi þess að ná valdi yfir svæðinu milli 50 og 200 sjómílna. Það gæti líka reynst þýðingar- mikið — og er — vegna síldveiða og loðnuveiða. Einnig eru dálitl- ir möguleikar á karfaveiði á þessum slóðum. Fiskimiðin er innan 50 míln- anna, eru á hinn bóginn það, sem skiptir mestu máli. Spum- ingin er því sú: Tekst okkur að fá 50 mílurnar og tekst okkur að ná valdi yfir 200 mílna efnahags- lögsögu? Losnum við t.d. við Bretana fyrir fullt og allt, þegar samningurinn við þá rennur út 13. nóvember í haust? — Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún muni færa landhelgina út í 200 mílur á þessu ári og það verður væntan- lega gert. Ef þessi mál verða ekki til lykta leidd á hafréttarráðstefn- unni, þá er ekki minnsti vafi á því, að koma mun fram mikill þrýstingur af hálfu Breta og 138 Þjóðverja um það, að fá undan- þágusamninga áfram. Ég tel að slíkir samningar komi ekki til mála. Við megum engar undanþágur veita eftir 13. nóv. í haust. Bretar hafa fengið sinn um- þóttunartíma og aðrir hafa reyndar fengið hann líka. En öllum þjóðum í Evrópu má vera það Ijóst að hverju dregur á Is- landsmiðum. Um það, hvernig tekst um samkomulag á alþjóðavettvangi, vil ég ekki spá, ég vil ekki draga úr því, að ég óttast það mjög, að ef samkomulag tekst um þessi mál, þá fylgi því einhver skil- yrði, að strandríki beri að veita einhverjar undanþágur til út- lendinga um fiskveiðar. Sumsé að rétturinn verði ekki klár og ótvíræður. — Ég held því hinsvegar fram að við séum búnir að vinna svo stóran sigur í þessu landhelgis- máli, að við verðum að leiða 200 mílurnar til sigurs líka. Imrfum ail cignasÉ flciri Éogara — En svo aftur sé vikið að togveiðunum. Eru togaramir of margir? — Til þess að svara þeirri spurningu er nauðsynlegt að víkja að fáeinum grundvallarat- riðum. Nýlega hefur það verið tekið saman hversu mikið magn af bolfiski fæst af íslandsmið- um, eða meðaltalsveiði af bol- fiski og nær skýrslan yfir 16 ára tímabil. Það kemur í ljós að meðaltalsaflinn hefur verið 728.000 tonn á ári. Sé tekið lengra tímabil, kemur í ljós að meðaltalsveiðin er nokkru meiri, en var síðustu 16 ár. Sveiflur í stofninum eru frem- ur smáar og því má slá því föstu, að hér megi veiða 700.000 til 800.000 tonn árlega, jafnvel eina milljón lesta, þegar friðun- arárangri hefur verið náð, eða valdi yfir fiskistofnunum, og dregið hefur verið úr smáfiska- drápi. — Það er staðreynd að af þess- um mikla afla, koma aðeins 3— 400.000 tonn í hlut Islendinga sjálfra (42—55%). Þetta veiðir allur okkar tog- ara- og bátafloti. Þetta er aðeins um helmingur þess afla, sem kemur af miðunum umhverfis landið. Þó má gera ráð fyrir að þetta færist upp í allt að 60% af öllu, þegar 50 mílumar fara að koma betur inn í myndina. — Það er enginn vafi á því að við verðum að búa okkur undir það að nýta þessi fiskimið til fulls. Við munum ekki komast upp með það, þegar vald er feng- ið á landhelginni, að láta fiskinn deyja í sjónum. Við lifum í hungrandi heimi og það yrði aldrei liðið, að fiskurinn dæi úr elli á Íslandsmiðum. Við verðum því að búa okkur undir það að veiða allan þennan fisk sjálfir, því við viljum ekki f ramsel j a útlendingum neinn frumburðarrétt til fiskveiða hér. Grundvöllurinn hlýtur því að vera sá, að fiskistofnarnir séu nýttir eðlilega af Islendingum. — Það er því greinilegt að við stöndum frammi fyrir því verk- efni í náinni framtíð, að þurfa að tvöfalda afköst veiðiflotans og þá þurfum við fleiri skuttog- ara. Helmingi fleiri. — Við þurfum þessa ekki einvörðungu vegna annarra þjóða, heldur líka og miklu frem- ur til þess, að mæta fólksfjölgun í landinu sjálfu og til þess að tryggja eðlilegan hagvöxt. Stað- reyndin er því sú, að sá bátafloti og togarafloti, af minni og stærri gerð, er ekki fær um að skila þessum afla á land, ekki síst vegna þess, að stór hluti flotans er ennþá tæknilega ófullkominn og tilheyrir raunverulega liðinni tíð. Svarar ekki kröfum tímans. — Það var sú tíð að 60 tonna bátur var mikið skip á íslands- miðum. Þessir bátar voru topp- skip á síldveiðum og þóttu úr- valsskip á vetrarvertíð. Það er sama hvert þú ferð núna, þú sannfærir engan mann um að VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.