Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 25
þegar við á bv. Narfa vorum með bilaðan loran og kortalausir á Georgesbanka um 120 mílur A af New York, en við höfðum ekki gert ráð fyrir í upphafi veiði- ferðar að fara svona langt vest- ur, bauð hann okkur bæði loran og lorankort að láni. En sem bet- ur fór komst loraninn í lag, en kortið þáðum við. 1963 hafði Loftur verið lengi heima vegna veikinda. I desem- bermánuði kom hann um borð í bv. Narfa til að leysa skipstjór- ann þar af í jólafríi og fiskuðum við þá fyrir sunnan Nýfundna- land og við Nova Scotia. Síðan fór hann aftur til Englands og var fiskiskipstjóri á Fairtry-verk- smiðjuskipunum þar til í marz- mánuði 1965 að hann tekur við skipstjórn á bv. Narfa og er skip- stjóri þar til í maímánuði 1966, að hann fer í frí. Veiktist hann þá hastarlega í fríinu og átti lengi í þeim veikindum. Eftir það átti hann ekki afturkvæmt á sjó- inn. Loftur hafði ódrepandi áhuga á togaraútgerð á íslandi og ótaldar eru þær greinar, sem hann skrifaði í blöðin um þau mál, svo og um öryggisbúnað skipa. Hann vann mikið að fé- lagsmálum eftir að hann kom í land og var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar síðustu árin, átti sæti í skuttog- aranefnd og varafulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili. 14. október 1944 kvæntist Loftur eftirlifandi konu sinni, Margréti Guðmundsdóttur hjúkr- unarkonu, en foreldrar hennar eru sæmdarhjónin Guðmundur Ámason, lengi starfsmaður Kaupfélags fsfirðinga, og Una Magnúsdóttir. Margrét hefur unnið að hjúkrunarstörfum í fjölda ára og bjó manni sínum fagurt heimili að Kvisthaga 18 í Reykjavík. — Börn þeirra eru Snorri, loftskeytamaður og flug- maður, f. 30. nóv. 1945, og Edda, f. 29. júlí 1947. Góður drengur og mikilhæfur skipstjóri er nú horfinn af sjón- arsviðinu. Ég sendi öllum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur, og ekki sízt öldruðum föður, sem nú hefur mátt sjá á bak tveimur sonum sínum á sama árinu, en bróðir Lofts, Kristján, yfirloftskeyta- maður hjá Landhelgisgæzlunni, lézt á sl. sumri. Við fráfall þeirra bræðra, hefur hin fámenna, ís- lenzka sjómannastétt orðið tveimur miklum hæfileikamönn- um fátækari. Blessuð sé minning þeirra. Ólafur K. Björnsson loftskeytamaður. Björn Jónsson Fæddur 31. maí 1904. Dáinn 10. jan. 1975. Þeir, sem eiga því láni að fagna að verða „garnlir", komast ekki hjá því að verða að sjá á eftir mörgum samferðamönnum sín- um bak við hið dulúðga tjald, sem skilur jarðneska vegferð frá hinu óljósa tilverustigi, sem okk- ur hefur öllum verið heitið og flestir munu hafa einhverja en mismunandi mikla trú á. Hitt er staðreynd, að við, sem hrærumst hér á jörðu, eigum ekkert jafn- víst og að hverfa héðan þegar kallið kemur, þá vonandi „til frekari starfa Guðs um geim“ samkvæmt okkar bamatrú. I þessum efnum erum við öll á sama báti, þar sem ekkert tillit virðist vera tekið til aldurs og engin biðraðamenning nútímans í heiðri höfð. Björn Jónsson, sem ég minnist hér á, var sonur Jóns Jónssonar sjómanns, sem er ákaflega hæ- versk og fáorð lýsing á vel þekkt- um og atorkusömum borgara. Jón var bróðir Bjöms Jónssonar skipstjóra, þekkts aflamanns og ljúfmennis, sem kenndur var við Ánanaust og lv. Sigríði. Jón var lengi í skipsrúmi hjá bróður sín- um og mun hafa átt sinn þátt í góðri afkomu þeirra útgerðar- fyrirtækja sem hann var hjá vegna dugnaðar og ósérhlífni. Móðir Björns var Þórdís Sigur- laug frá Gröf í Mosfellssveit. VÍKINGUR 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.