Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 15
Gamli og nýi tíminn. Harðbakur við bryggju og Sólbalc ur EA 5 að fara í sína fyrstu veiðiferð. „Þessi nýju skip
bafa veitt togarsjómönnum ólíkt betri vinnuaðstöðu en þeir liöfðu.“
að skip, sem keypt voru erlendis
frá fengu lítil lán. Aðeins var lán-
að út á 67% af andvirði skip-
anna. Kaupendur slíkra skipa
urðu því að vera reiðubúnir til
þess að leggja fram þriðjunginn
af kaupverðinu eða um 33%,
Það réðu menn sýnilega ekki við.
Var það að ráði að heimildar
var aflað handa ríkisstjórninni
til þess að veita ríkisábyrgð fyrir
80% af andvirði skipanna, þ. e.
a. s. 13% umfram það sem Fisk-
veiðisjóður átti að veita. Síðan
tók við hin almenna regla, sem
hafði verið í gildi, að byggðasjóð-
ur, eða atvinnujöfnunarsjóður
bætti við 5% a. m. k. þegar þeir
vildu gera það.
Með þessu móti áttu margir
aðilar að geta fengið um 85% af
andvirði skipanna að láni.
Jafnframt knúðum við á er-
lenda aðila, sem ætluðu að smíða
þessi skip, að við yrðum að fá
a .m. k. 80% af andvirði skip-
anna að láni og þá til a.m.k. átta
ára, ef ríkisábyrgð yrði veitt.
Enginn gat fengið þessi skip
keypt, nema að viðskiptabanki
hans staðfesti við ríkisstjórnina
að þessi 15% væru til staðar.
Þetta var hin almenna regla.
Fáeinir smástaðir fengu sér-
staka aðstoð byggðasjóðs eða 5%
viðbótarlán. Þetta voru staðir,
sem ekki höfðu bolmagn til skipa-
kaupa og sem talið var nauðsyn-
legt að aðstoða sérstaklega.
500 tonna skuttogarar
svna bcsta útkomu
allra fiskiskipa
— Nú telja margir að rekstar-
grundvöllur þessara sJcipa sé
mjög bágborinn, að ekki sé meira
sagt. Er rekstrargrundvöllurinn
vem en hann var, eða keyptum
viS ranga skipagerð ?
—Áður en ég svara því sér-
staklega, vil ég í framhaldi af
því sem áður var sagt, geta þess
að ríkið ákvað ekki skipafjöld-
ann, heldur vissi ríkisstjórnin
hvaða geta var fyrir hendi, eftir
að skilyrðin voru rýmkuð.
Ríkisstj órnin ákvað ekki að
kaupa 20 eða 30 skip. Nei, talið
var að allir sem uppfylltu skil-
yrðin og lögðu fram tilskilið fé
ættu að geta fengið skip og það
kom í ljós að mjög almennur vilji
var fyrir hendi og það réði
raunverulega skipafjöldanum.
Byggðasjóður hjálpaði svo nokkr-
um og það sýnir, að mjög al-
menn tiltrú var á fyrirætlanir
okkar í ríkisstjórninni.
Spurningin var því um það,
hvort það ætti að stöðva menn
eða gefa þeim öllum sama rétt,
VÍKINGUR
135