Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 22
Páll Líndal: Hm fornu tún Bókarumsögn eftir Jónas Guðmundsson Það verður að teljast nokkuð djarft að skrifa bók um þetta efni á aðeins 215 síðum og er reyndar viðurkennt af höfundi í formála. Við erum margorð þjóð, þurfum stundum mörg' hundruð síður í bók til þess að lýsa venju- legum útgerðarmanni utanaf landi, eða hreppstjóra í sveit, að ekki sé talað um miðla og voveif- legar sögur. Reykjavík er þó borg með hundrað þúsund mann- eskjum; venjulegu fólki mestan part, líka einkennilegu fólki, rukkurum, skáldum, málurum og guð veit hvað. Já og ekki má gleyma stofnunum, söfnum, spít- ulum og embættismannaklaustr- um. Páll er því stuttur í spuna um margt, og er það von. 1 fyrsta kafla fjallar höfundur um það hversvegna einmitt Reykjavík varð höfuðstaður þessa makalausa lands, en ekki einhver annar bær, t.d. á Aust- fjörðum, eða Akureyri og kemst að þeirri niðurstöðu, að Reykja- vík hefði orðið fyrir valinu ef sérfræðingaher einsog notaður er til að plana álverksmiðjur og málmblendiverksmiðjur og finna þeim stað, hefðu átt að staðsetja borgina. Tæknimenn og skipu- lagsfræðingar hefðu komist að sömu niðurstöðu og goðin, sem stugguðu við hafstraumum til að beina öndvegissúlum Ingólfs Arnarsonar til Reykjavíkur. Þessi kenning höfundar virðist sannfærandi. f næsta kafla fjallar höfundur um náttúruna í Reykjavík, sem er mikil og fjölskrúðug. Maður vill oft gleyma mús og fugli, brennuvörgum, morðingjum, fiski og flugum á malbikinu inn- anum öll þessi hús í stöðugum næðingi og trekki. Þessi kafli kemur á óvart. Páll lýsir forn- sögulegri jarðmyndun fyrir 10.000 árum, þegar Guð almátt- ugur átti Blikastaði enn. Þá var öskjuhlíðin eyja, líka Háaleitis- hverfið, en Laugarásinn var sker í flæðandi hafinu og sömuleiðis Rauðarárholtið og brimið svarr- aði við Sjómannaskólann og l*áll Líndal, liorgarlög- inaönr i ltrykjavík, hcfur si'iil frá srr liúkina III.V FOIl’NU Tr>. sem cr safn- rit um ltcykjavík. sögu licrgarinnar og uin liorgar- lamlsins ciginlcika og nátt- úru. Er þcssi liók kærkom- id safnrit um liorgina, adgcngilcgt, því Páll Lín- ilal cr cinn örfárra manna á íslandi ( og þó ) , sein gcta gcgnt liáum cmliættum án Jicss ad gleypa kústskaft til ad tryggja liina cmliættis- lcgu stcllingu. II áiii ii cr dyggnr trúnadarmadnr yf- irvalila, Jijónn alþýdu og jafningi listamanna. Snobbhill. Forn fjöruborð eru í allt að 45 metra hæð yfir sjávar- máli í Reykjavík. Að lokum er upplýst að núver- andi fjörur og landssvæði hafi verið svona eins og nú er síðast- iiðin 3000 ár. Þessi kafli er áhugaverður og fróðlegur, þótt ekki sé Páll sér- fræðingur á þessu sviði. Þá tekur við stuttur þurr kafli, mest statistik um íbúa. Þó er hann fróðlegur, en svo lagast þetta aftur í kafla, sem nefnist SAGA REYKJAVlKUR, sem er ágætur kafli. Ekki myndi Benedikt frá Hof- teigi líka allt sem sagt er um landnám Reykjavíkur. Ekkert nýtt er dregið fram í dagsljósið, heldur er fjallað um þetta gamla, með frægð Ingólfs og þing- mennsku sona hans og sonarsona. Engar getgátur eru um neitt, hin hefðbundna saga er aðeins rakin, en síðast hressist sögumaður, þegar hann finnur jörð undir fót- unum aftur, þegar heimildir og almenn skynsemi eru komin upp á einn hest og tvímenna um sög- unnar götur. Höfundi er líka nokkur vorkunn. Slíkt rit er naumast vettvangur nýrra og frumlegra kenninga. Segir fyrst frá því er Bessa- staðamenn byrja að reyna að sölsa Reykjavík undir sig, hvað svo tekst, en þá eru Hlíðarhús og Arnarhóll orðin sjálfstæð býli. Eftir 1613 náðu þeir Bessastaðamenn svo jörð- inni. Var beitt ófögrum aðferð- um við Narfa Ormsson, bónda í Reykjavík til að ná landi hans. Landnám Ingólfs var í upphafi geysilega víðlent, náði yfir alla Gullbringu- og Kjósarsýslu og hluta Árnessýslu og þar bjuggu árið 1971 yfir 120.000 manns og VÍKINGUR 142

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.