Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1975, Blaðsíða 31
BAKKUS OG FARSTJÓRINN Frásögn þessi fjallar um at- burð á miðunum við Vestfirði. Greinarhöfundur var starfandi á kaupskipi. Hér er því ekki skáldsaga á ferðinni, þó að nöfn- um og tímasetningu sé sleppt. Einn maður á 12 tonna báti. Fjarskiptastöðin á ísafirði kallar út hjálparbeiðni. Báturinn er frá sjávarkauptúni þar vestra. öll skip eru beðin um að skyggnast eftir bátnum og tilkynna Slysavamafélagi fslands árangurinn. Skýrt var frá áætl- aðri staðarákvörðun bátsins. Þrátt fyrir éljagang og erfið skilyrði til fjarskipta tókst okk- ur að koma okkar staðarákvörð- un á framfæri. Frost var að norðaustan, 8—10 vindstig. Fljót- lega sáum við bátsljós fyrir vestan okkur. Þá var siglt í átt- ina að því. Að einni klukkustund liðinni komum við að báti og var það sá 'eftirlýsti. Haft var samband við Slysa- varnafélag fslands. Okkur var tjáð að maðurinn á bátnum væri illa fyrirkallaður. Skilaboðum ættum við að koma til ölvaða far- stjórans, siglingagleðinni til hnekkis. Hann ætti strax að snúa við til heimahafnar, það væru fyrir- mæli frá S.V.F.Í. Lauk þar sam- talinu. Árangurslaust var reynt að ná sambandi við bátinn á neyðartíðninni. Báturinn var lýstur upp með ljóskastara. Skila- boðin voru send um talmagnara. Hringsigling bátsins hélt stans- laust áfram. Veiðarfærin slógu óreglulegt hljómfall á þilfarinu, en á meðan lét stjórnandinn sér fátt um finnast og hrópaði eitt- VÍKINGUR hvað óskiljanlegt í reiðitóni. Að svo búnu var dyrunum á stýris- húsinu skellt að stöfum. Hringavitleysan rann áfram sitt skeið. Hinn góðglaði hafði fyrirmælin að engu. Allt í einu er báturinn á fullri ferð og siglir þvert fyrir stefnið á okkur. Árekstur virtist óumflýjanlegur, en einhvern veginn slapp það. Fljótlega kemur annar fiskibát- ur til aðstoðar í „Bakkusarleik- inn.“ Lauk þar okkar þátttöku. Við fréttum það síðar að varð- skip hefði komið. Fóru menn þaðan um borð í bátinn og sigldu honum til næstu hafnar. Ævin- týramaðurinn var fluttur heim til sín. Starfsvettvangur sjófarenda er margslunginn og fullyrða má að S.V.F.Í. og Landhelgisgæslan hafa í mörg horn að líta. Einn í „Ieiknum.“ Nyit Vinyl SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aldrei Veljið það.- Notið VINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGPRÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavik Símar: 12063 og 14085. INGÓLFS APÓTEK Selur lyfjaskrín, fyrir farþegaskip, vinnustaði, ferðabíla og heimili. INGÓLFS APÓTEK Aðalstræti 4 (Fischersundi). Sfamar: 11330 og 24418. 151

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.