Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 6
Hugarástand smyglarans um“, sykurhúð og súkkulaðihjúp- ur um vínblöndu. Tollararnir verða æfir og neyða þig til þess að greiða himinháan toll af smygluðu áfengi. Spænskir tollþjónar hafa aftur á móti lítinn áhuga á brennivíni. Það sem þeir óttast mest eru sjón- varpstæki. Ferðamenn geta — og gera það, hæglega selt þessi tæki á Spáni með notalegum hagnaði, sem síðan má nota í hið ljúfa líf á Spáni. Maður sem kemur að landa- mærunum með slíkt tæki, getur sleppt öllum útskýringum. Þeir eru vissir um að hann ætlar að selja það á Spáni og segir svo bara á landamærunum að tækinu hafi verið stolið. Hollenzkir tollverðir eru hinir mildustu, nema þeir mega ekki sjá vasahnífa. Sama er að segja um vissar tegundir barnaleikfanga, t.d. leikfangabyssur. Þeir komast í ham, því á þeim er bannaður inn- flutningur. Norskir og sænskir tollverðir virðast óttast lyf manna mest. Sá sem ekki hefur læknaskýrslu um lyfið, hann er í vandræðum. Við höfum hér sniðgengið að- gerðir tollvarða og yfirvalda gegn eiturlyfjasmygli, en maður með pillur getur lent í miklum vand- ræðum á sænsku og norsku landamærunum. Lög um innflutning lyfja eru einhver þau ströngustu sem þekkjast í Evrópu. í Vestur-Þýskalandi eru toll- verðir yfirleitt ekki kreddufullir, en menn ættu þó að forðast að fara inn í landið á skóm úr krókó- dílaskinni, eða með töskur úr hinu sama. Vesturþjóðverjar hafa und- irritað alþjóðasáttmála um að þyrma villtum dýrum og náttúru. (International Wildlifa protecti- on) og— þeir meina það. Minjagripir Það er siður margra sjómanna og ferðamanna að hafa með sér minjagripi. Fornir, merkilegir munir eru falir víða um lönd, fyrir lítið verð. Menn skyldu þó varast að kaupa slíka muni í vissum löndum og þá sérstaklega í Grikklandi og í Tyrklandi. Það getur haft í för með sér óheppileg eftirköst. í þessum löndum getur aðeins tvennt hent þá sem kaupa þjóð- lega, forna minjagripi. Að þeir hafi keypt falsaðar eft- irlíkingar — og að tollurinn hremmi þá. Það síðarnefnda er verra. Mjög ströng lög gilda í þessum löndum um útflutning á forn- minjum og reglur eru ótrúlega flóknar og strangar. Minjagripir, sem seldir eru ferðamönnum eru því yfirleitt innfluttir frá Hong Kong, Japan, eða Þýskalandi, þar sem menn láta sig ekki muna um að gera tréð sem féll í gær, nokkur þúsund ára og gipsið, sem hellt var í mótið í gær, verður að marmara, sem leg- ið hefur um aldir í jörðu. Menn VÍKINGUR önnumst viðgerðir á rafvél- um og raflögnum fyrir skip og í landi. Góðir farmenn. Vönduð vinna. VOLTI H/F Norðurstfg 3, símar 16458 og 16398 ÁNANAUSTUM SlMI 28855 Elzta og stærsta veiSarfæra- verzlun landsins. 294

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.