Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 11
með aflann fyrir bylnum. Hann
brast á með snjókomu svo ekki
sást út úr augum.
Þetta veður stóð ekki lengi. Við
slóvuðum alla nóttina, en undir
morguninn lygndi hann og gekk í
norðrið með hreinviðri.
Björn var samt ekki að baki
dottinn, heldur vildi hann nú
endilega beita og leggja nokkrar
lóðir þarna við Reykjanesið, sem
gert var, en ekkert hafðist nú upp
úr því nema erfiðið.
Það var erfiður dagur sem fór í
hönd. Við byrjuðum að koma
fiskinum undan — kasta honum á
höndum — upp úr lestinni og að-
gerðin hófst. Nokkuð af þessu
urðum við að heisa í körfum upp
úr lestinni og var það illt verk og
seinlegt og stóðum við í aðgerð-
inni alla leiðina inn til Hafnar-
fjarðar, þar sem aflanum var
landað.
Pétursey var gott skip á þeirrar
tíðar mælikvarða. En það er til
marks um afkomu manna og út-
gerðarinnar á þeim tímum, að
þrátt fyrir mikinn afla á þessari
vertíð og ráðdeild útgerðarinnar,
þá misstu þeir nú samt skipið.
Svo mikið fiskaðist, að það varð
að fá preseningar lánaðar víða að
til þess að verja fiskistæðurnar, en
— þrátt fyrir allt, þá varð tap og
þeir misstu þetta ágæta skip.
Afdrif Péturseyjar voru þau, að
hún fórst síðar á síldveiðum, en þá
hét hún Örninn.
Pétursey var mikið skip.
JG
Gamla konan
og hafið
Aldrei síðan menn fyrst ýttu
fleytu úr vör hafa örlögin leikið
jafnundarlegan leik með hundrað
manns á hafi til þess að uppfylla
guðlegan tilgang.
f október árið 1829 lagði skútan
Hafgúan úr höfn í Sidney í Ástralíu.
Skipstjóri var Samuel Molbrow og
skipshöfnin átján manns. Ferðinni
var heitið til Rafflesflóa. Torr-
es-sund er illræmt fyrir ótölulegan
grúa skerja og boða; liggur það
milli Ástralíu og Nýju Guineu. Þar
tók skútan niðri á skeri og fórst.
Skipshöfninni tókst að klifrast upp
í kletta fyrir ofan sjávarmál og beið
þar í þrjá sólarhringa í von um
björgun. Þá voru mennirnir teknir
um borð í barkskipið Swiftsure, sem
leið átti þar framhjá. En tveim
dögum síðar strandaði Swiftsure
einnig og brotnaði í spón. Menn-
irnir átján af Hafgúunni og fjórtán
manna áhöfn Swiftsure syntu í land
og þar voru þeir strandaðir þangað
til skútan Governor Ready með 32
manna áhöfn kom í ljós og bjarg-
aði þeim. En þessir blessaðir hrak-
fallabálkar voru ekki enn úr allri
hættu. Á leiðinni til Papúa
hremmdi ógæfan þá í þriðja sinn.
Það kviknaði í Governor Ready og
brann skipið til ösku á nokkrum
klukkustundum. Og þrír flokkar
skipreika manna gripu til björg-
unarbátanna og rak þá út á regin
Kyrrahafi, nú orðnir sextíu og
fjórir að tölu. Og ennþá varð ann-
að skip þeim til bjargar. Það var
kútterinn Comet, sem tók mennina
um borð. En þeir voru ekki lengi í
paradís. Skip þetta fórst í feikna-
stormi, sem allt í einu skall á, og
aftur rak nú mennina um Kyrra-
hafið og var nú tuttugu og einn
maður í viðbót, skipshöfnin af síð-
asta skipinu. Þeir héldu sér
dauðahaldi í rekaldið í átján
hræðilegar klukkustundir, þar til
áhöfnin á skipinu Júpiter, sem var á
leið til Vestur-Ástraliu kom auga á
þá, en á því skipi voru þrjátíu og
átta menn. Ekki er gott að gera sér
í hugarlund hvað skipsmenn hafa
hugsað, er þeir veittu þessum
áttatíu og fimm gestum viðtöku
um borð, en þeiin var vitanlega
bjargað. En viti menn — varla
voru þeir búnir að ná sér eftir
volkið, þegar Júpiter rekst á boða,
sem rífur gat á kjöl skipsins. Og nú
voru hinir skipreika menn orðnir
123, þar á meðal 5 skipstjórar og
jafnmargir flokkar yfirmanna. Og
þeir hírður á hálum klettunum í
hafinu þangað til sjötta og síðasta
skipið City of Leeds, farþega-segl-
skip með 100 farþega bjargaði
þeim.
Farþegar og skipshöfn ætluðu
ekki að trúa sínum eigin eyrum,
þegar þeir heyrðu hvað drifið hafði
á daga þessa fólks. Læknir nokkur,
Thomas Sparks að nafni, sem var
skipslæknir á City of Leeds, gekk um
stund meðal hinna skipreika
manna og hlýddi á tal þeirra. Allt í
einu sagði hann:
VÍKINGUR
299