Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 30
 * 1 gwíSSíi HSÍS»''s*<S m ' I ■ ■iÁý&S . ” ♦ • * ■ ; - *>'' - Eftirlíking af fornu, japönsku hofi, gert úr platinum, silfri, ostruskeljum og 12.750 perlum.f Sérstætt listaverk. allar byggðar upp í grundvallar- atriðum, af reynslu brautryðjand- ans, en hann stóð, sem nú heitir K. Mikimoto & Company, stærst þeirra og fullkomnust og eins og áður er sagt risafyrirtæki. Þar ræður nú ríkjum sonarsonur gamla mannsins. Talið er að engin ræktun, eða framleiðsla, krefjist jafnmikillar nákvæmni, kunnáttu og aðgæslu og perluræktun, auk þess hversu tímafrek hún er. Mörg ár líða frá því að aðskotahlutnum er faglega komið fyrir í skelinni, þar til ostr- arn hefur myndað nægilega mörg lög utan um kjarnann, til þess að nægilegri stærð er náð, og svo getur ostran drepist af ýmsum og margvíslegum ástæðum, á þessu langa tímabili. Þessvegna verður fjöldi „móður“-ostrunnar að vera mikill, svo að afföll verði ekki til- finnanleg. Fjöldi fólks vinnur á ræktunar- stöðvunum, aðallega stúlkur, sem þjálfaðar hafa verið til starfans. Strangt eftirlit er haft með því að rétt sé staðið að framleiðslunni. Ostrurnar eru undir stöðugu eftir- liti. Hreinsa þarf hin mörgu víð- áttumiklu búr og sama gildir um skeljarnar. Hitastigið þarf að vera rétt og fóðrunin nákvæm. Þegar svo loks að skelin opnast, sjálfkrafa, eftir vissa meðhöndlun og í ljós kemur falleg perla, er engin ástæða til að hrópa húrra, því að enn er mikið starf óunnið, eins og til dæmis nákvæm rann- sókn, stærðarflokkun, gæðaflokk- un, litaflokkun og hreinsun, auk margs annars, sem hér verður ekki talið. 318 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.