Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 31
verða nú í 2. stigi hér í Reykjavík.
Ákveðið er að hafa vélstjóra-
braut við Fjölbrautarskólann á
Akranesi, sem er nú að fara af
stað, þar verða 8 nemendur i 1.
stigi í vetur. Þetta er nýjung í
okkar skólamálum og er vafalaust
það sem koma skal. Ég óska Suð-
urnesja- og Skagamönnum til
hamingju með þessar skólastofn-
anir þeirra.
í Vélskólanum verða 18 bekkj-
ardeildir, er skiptast þannig: í 1.
stigi verða 4 bekkjardeildir. Neita
Frétt f rá
Vélskóla
fslands
Andrés Guðjónsson,
Vélskóli Islands er nú settur í
62. sinn. Aðsókn að skólanum
hefur vaxið ár frá ári, tæplega 400
nemendur eru innritaðir hér í
Reykjavík. Neita þurfti um 20—30
nemendum í skólann vegna hús-
næðisskorts og tækjaleysis, en 10
eru á biðlisía og er vonast til þess
að þeir komist í skólann í stað
þeirra, sem falla frá umsókn.
Á Akureyri verða 17 nemendur
í 1. stigi og 12 í 2. stigi. Á ísafirði
verður 21 nemandi í 1. stigi, 8 1 2.
stigi og 10 nemendur í 3. stigi og er
það í fyrsta sinn sem 3. stig er
haldið utan Reykjavíkur. I Vest-
mannaeyjum verða 12 í 1. stigi og
10 í 2. stigi. Fjölbrautarskóli Suð-
urnesja verður með vélstjórabraut
nú í annað sinn og 18 nemendur í
1. stigi. 4 nemendur frá Keflavík
VÍKINGUR
varð nemendum um inngöngu
sem svarar einni bekkjardeild.
í 2. stigi verða 5 deildir. Iðn-
sveinar eru 20, en þeir verða sam-
an í einni deild. 10 nemendur hafa
sótt um að fá að taka 1. og 2. stig
saman og verður þetta í fjórða
sinn sem slík deild er við skólann.
Eru þetta nemendur með
stúdentsmenntun.
I 3. stigi verða 5 bekkjardeildir,
12 nemendur koma frá Akureyr-
ardeildinni.
í 4. stigi verða 4 deildir.
Nú verða efna- og eðlisfræði-
stofur þær er Tækniskólinn hafði,
teknar í notkun fyrr Vélskólann
eftir allmiklar lagfæringar. Verður
tækjum skólans til olíurannsókna
og efnamælinga komið fyrir þar.
Reynt verður að afla fleiri tækja
Ágrip af ræðu
Andrésar
Guðjónssonar
skólastjóra við
skólasetningu
10. sept. ’77
eftir því sem fjarmunir hrökkva til
og fjárveitingavaldið verður
skilningsgott á þarfir Vélskólans
fyrir verklega (praktíska) kennslu,
en Vélskólinn hefur t.d. aldrei haft
eðlisfræðistofu fyrr.
Smíðastofur, vélasalir og raf-
tækjasalir eru alveg fullnýttir.
Bætt hefur verið aðstaða í smíða-
stofum og komið fyrir fleiri skrúf-
stykkisborðum til a(i taka við
nemendafjölguninni. Tveir nýir
rennibekkir hafa einnig bæst við.
Sama er að segja um stóra
vélasalinn, þar hefur verið gjör-
breytt vélbúnaði, garnlar vélar
verið fjarlægðar og eigum við von
á nýrri vél sem Caterpillarum-
boðið ætlar að gefa skólanum.
Við skólasetningu kom bréf frá
Vélaverkstæði Björns og Halldórs
h.f. í Reykjavík, þar sem þeir til-
kynna, að þeir ætli að gefa skól-
anum nýja Cummingsvél, 210
hestöfl að stærð. Vélin er smíðuð í
Cummings-verksmiðjunni í Eng-
landi. Verður hún afhent eftir 4—6
vikur og ætlar vélaverkstæðið að
afhenda vélina á undirstöðum á-
samt mælaborði o.fl.
Þessar gjafir frá Caterpillar- og
Cummingsumboðunum eru okk-
ur mjög kærkomnar, þær kosta
margar milljónir króna, en pen-
ingar til véla og tækjakaupa hafa
alltaf verið af skornum skammti.
Ég vil því þakka þessar gjafir svo
og þann vinarhug og traust sem
skólanum er sýndur með slíkum
gjöfum.
319