Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 7
skyldu því forðast antik í þessum löndum, sér í lagi ef hún skyldi nú vera ekta. Tollskrár heimsins eru hið mesta torf. Sá sem kaupir sér Buddha í Thailandi, ætti helst að vita að ströng viðurlög eru við því að geyma guð almáttugan í ferða- tösku, eða kofforti. Það varðar við lög og líka að flytja guð þjóðarinnar úr landi. Það eru landráð. En það er fleira en Buddha, sem verður að vera á réttum stöðum. Kanadískir tollverðir eru ekkert sérlega uppnæmir fyrir áfengi hjá ferðamönnum, en það verður að- eins að vera geymt á réttum stöð- um. T.d. í bílum. Það verður að vera annarsstaðar en í farþega- rýminu. Lög um áfengi og bifreiðar banna nefnilega áfengi í seilingu frá bílstjóranum. Tollverðir Austantjalds Tollverðir Austantjaldsland- anna eru í litlu frábrugðnir starfs- bræðrum sínum í öðrum löndum Evrópu. Nema þeir eru dálítið meira upp á bókina. Dagblöð, bækur og tímarit, er bannvara á landamærunum. Því innflutningur á prentuðu máli er óheimill ferðamönnum. Þá er það að segja að landa- mæraeftirlitið gengur mjög hart eftir að menn líkist myndinni, sem er í passanum þeirra. Hippar eru oft mjög spældir í landamærum kommúnistaríkj- anna. Telja kommana vera á móti síðu hári og hippum, en oftast eru þeir þá ekki eins hárprúðir í pass- anum og þeir eru í raun og veru og þegar landamæraverðirnir benda hippunum á rakarastofu, þá er það ekki vegna þess að bannað sé að vera í landinu með sítt hár, heldur er þá líklegt að hippinn líkist sjálfum sér í passanum. þeg- ar hann hefur rakað sig og klippt. Og hann verður að velja - hárið eða landið. JG. NýrfVÍnyl SJÓMENN Þetta merki bregst ykkur aldrei Veljið það.- Nótið VINYL-vettl- inga í ykkar erfiða starfi. Starf ykkar krefst sterkustu og endingarbeztu vettlinganna. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. Skúlagötu 51 - Reykjavlk Slmar: 12063 og 14085. VÍKINGUR 295

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.