Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 18
— Álit nefndarinnar: Telja verður að öryggisloki hefði komið í veg fyrir slysið. Maður slasast á netabát Nr. 9. — Sunnudaginn 28. mars 1976. — Álit nefndarinnar: Óhappaslys. Háseti slasast á netabát Nr. 10. — Miðvikudaginn 31. mars 1976. — Álit nefndarinnar: Óhappaslys. Brýna ber fyrir mönnum að skorða alla hluti, þannig að ekki stafi hætta af þeim í veltingi. Slys um borð í netabát Nr. 11. — Mánudaginn 5. apríl 1976. — Álit nefndarinnar: Vara ber mjög við því, að menn standi nær veiðarfærum, sem verið er að leggja, en fyllsta nauðsyn krefur. Tveir menn farast er báti hvolfir Nr. 12. — Mánudaginn 12. apríl 1976. — Álit nefndarinnar: Or- sakir slyssins óljósar. Telja verður athugavert að lestarlúgur voru óskálkaðar og ekki hirt um að loka lest eftir að lúguhleri fór af. Enn- fremur að lúkarskappi var opinn. Maður slasast á netabát Nr. 13. — Mánudaginn 12. apríl 1976. — Álit nefndarinnar: Telja verður, að öryggisloki hefði komið í veg fyrir slysið. Maður ferst þegar rækjubátur sekkur Nr. 14. — Þriðjudaginn 4. maí 1976. — Álit nefndarinnar: Togbúnaður varhugaverður þar sem togblakkir voru hátt staðsett- ar og togvinda framantil. Þessi maður er án öryggisbeltis við störf í skutrennu og því er hann engan veginn óhultur. Maður handleggsbrotnar á togara Nr. 15. — Mánudaginn 7. júní 1976. — Álit nefndarinnar: Orsök slyssins var sú að hlerinn sat ekki á þilfarinu þegar skorið var á möskvann. Háseti slasast á togbát Nr. 16. — Þriðjudaginn 29. júní 1976. — Álit nefndarinnar: Orsök slyssins var vangá, þar sem „húkk- reipi“ var fest í óskálkaða lúgu. Háseti slasast á togbát Nr. 17. — Sunnudaginn 4. júlí 1976. — Álit nefndarinnar: Vangá við stjórn spilsins. Háseti slasast á skuttogara Nr. 18. — Sunnudaginn 18. júlí 1976. — Álit nefndarinnar: Óhappaslys. í sambandi við þetta slys vill nefndin enn áminna menn um að þegar óklárast, athugi þeir vel allar aðstæður áður en hafist er handa. Þá bendir nefndin og á mikilvægi þess að gott samband sé milli þeirra, sem stjóma og hinna, sem framkvæma verkin, þannig að ekkert fari á milli mála. 306 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.