Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 9
Hallfreður Guðmundsson: /* legur óðó* Gamall vinur og velunnari Víkingsins frá upphafi, Hallfreöur Guðmundsson fyrrum skipstjóri og hafnsögumaður á Akranesi varð áttræður 23. júní í fyrra. Hallfreður verður, þeim er honum kynnast, eftirminnileg pcr- sóna. Hann er gæddur frásagnarhæfileikum í meira en meðaliagi; dregur upp skýrar myndir af liðnum atburðum úr viðburðarríkri ævi sinni, hafa margar skemmtilegar greinar birst eftir Hallfreð á liðnum árum í Víkingi og ennþá er hann stálminnugur, þrátt fyrir átta áratugina. Hallfreður var mikill félagshyggjumaður og bar hag og velferð sjómannastéttarinnar mjög fyrir brjósti. Sýndi ósvikinn metnað fyrir hennar hönd, við ótal tækifæri. Hann var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Hafþórs í 18 ár, var fulltrúi félagsins á þingum FFSÍ árum saman og vakti oft athygli þingfulltrúa fyrir snjallar ræður og rökfastar tillögur. Þá mætti síst gleymast að geta þess, að Hallfreður var driffjöðrin í hátíðahöldum Sjómannadagsins á Akranesi og formaður „Dags- ins“ f jölda mörg ár. Við þau mörgu tækifæri mun hann hafa haldið sínar snjöllustu ræður — blaðalaust. — Má fullvíst telja að hann hafi, ásamt svo mörgu Skagafólki, sett sinn eftirminnilega svip á þá hátíðar- stemmningu, sem þeim tókst að skapa á þessum degi sjómannanna uppi á Skaga. Enda þótt Hallfreður Guðmundsson hafi fyrir allmörgum árum hætt störfum, eftir langan og oft strangan vinnudag, er hann and- lega mjög hress og er það von okkar að við fáum að birta fleiri frásagnir úr æviskeiði hans, áður en hann er allur. G.J. Hallfreður Guðmundsson. Það var árið 1931 að ég var stýrimaður á Pétursey, sem var gufuknúinn línubátur, gerður út frá Hafnarfirði. Reyndar var skipið frá Reykja- vík, en hana áttu tveir bræður héðan úr bænum, þeir hétu Guðmundur Guðmundsson og Albert Guðmundsson. Skipstjórinn á Pétursey hét Björn Hansson, en hann hafði ekki full réttindi á svona stórt skip og því var annar maður með, sem fullnægði hinum lagalegu kvöð- um. Þetta var alsiða í þá daga. Aðalbjörn Bjarnason hét sá, mesti myndarmaður og kunnur skip- stjóri í sinni tíð. Ég á margs að minnast frá veru minni í skipsrúmi hjá Birni Hans- syni, því hann er einn eftirminni- legasti skipstjóri sem ég sigldi með, og var ég þó með mörgum. Ferð sú sem ég ætla að segja frá er ekki einn róður, heldur miklu frekar saga frá einni lögn. Við vorum á vetrarvertíð og höfðum verið að veiðum í Grindavíkursjó. Þá gerði norðan hvassviðri og lögðum við línuna grunnt undir berginu um daginn. VÍKINGUR 297

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.