Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 12
„Eru nokkrir Yorkshire-menn
meðal ykkar?“
Enginn svaraði og læknirinn
hélt áfram máli sínu: „Ég þarf á að
halda manni frá Yorkshire um
þrjátíu og fimm ára gömlum. Ég
þarfnast hans til þess að lengja líf-
tóruna í gamalli konu, sem er mjög
veik. Hún er meðvitundarlaus og
kallar í sífellu á son sinn, sem hún
hefur ekki séð í tíu ár. Ef við getum
ekki fundið einhvern, sem getur
látist vera sonur hennar, kann svo
að fara, að við verðum að veita
henni greftrun á hafi.“
Einn mannanna, sem bjargað
hafði verið, háseti af Hafgúunni
sagði: ,Ja, það eru til Yorkshire-
menn og Yorkshiremenn. Ur
hvaða hluta Yorkshire er gamla
konan ættuð?“
„Hún er frá Whitby.“
„Þá held ég að ég geti orðið að
liði. Ég er frá Whitby.“
„Hve gamall ertu, piltur
minn?“
„Ég er þrjátíu og fjögurra, herra
minn.“
„Það passar ágætlega. Komdu
hérna með mér.“
„Hvaða nafn á ég að hafa,
herra?“
„Peter Richardson. Endurtaktu
nafnið nokkrum sinnum svo þú
gleymir því ekki.“
„Það er óþarfi,“ svaraði piltur-
inn lágróma, „ég er Peter Rich-
ardson.“
Og Peter Richardson fann
móður sína og gleði hennar varð
svo mikil, að hún náði fullri heilsu
og lifði enn í 18 ár.
Það var engu líkara en hönd
forlaganna hefði skipulagt skip-
skaðana fimm í röð — án þess að
eitt einasta mannslíf glataðist —
til þess að sonur og sæfari gæti hitt
dauðvona móður sína.
Þeir, sem ekki trúa þessari ótrú-
legu sögu geta fengið hana stað-
festa í skrifstofu sjómála í borginni
Canberra í Ástralíu.
Æ.R.K.
„Ef hann endilega vill hafa
kirkjubrúðkaup,“ sagði heimsvön
móðir við dóttur sína, „þá látum
hann fá það. Maður á alltaf að
virða síðasta vilja mannsins.“
*
Hinn þekkti prófessor Parkinson
(þessi með lögmálið sitt) hefir
stúderað heilmargar „toppfígúr-
ur“ þessa heims og komist að þeirri
niðurstöðu, að þegar þeir hafi
loksins náð „toppnum“, séu þeir
orðnir alltof útslitnir til þess að
gera nokkurn skapaðan hlut til
framfara og endurbóta.
*
Maður stóð fyrir rétti, kærður
fyrir ógætilegan akstur.
„Ég skal láta yður vita það hr.
dómari,“ sagði hann móðgaður,
„að það sem ég veit um bíla og
akstur væri nóg efni í heila bók.“
„Og það, sem þér ekki vitið um
bíla og akstur,“ svaraði dómarinn
um hæl, „væri nóg til að fylla heilt
sjúkrahús.“
*
Maður nokkur hringdi í ráðu-
neyti og heimtaði að fá að tala við
ríkisstjórnina.
„Eruð þér með fullu viti?“
spurði ráðuneytisstjórinn undr-
andi. „Nei, reyndar ekki. En þarf
maður endilega að vera það?“
Gigtin lá milli lands og eyjar
Sigurður gamli sjóari, sem hafði
árum saman siglt um höfin sjö, var
nú kominn í land.
Gigtin tók að angra hann og svo
fór að hann leitaði læknis.
Við skoðun kom í ljós, að hann
var allmikið tattóveraður að góð-
um sjómannasið.
En það frumlega var að það
voru heimsálfurnar og lá vestur-
hvelið niður eftir bakinu.
„Hvar liggur gigtin,“ spurði
læknirinn.
, Ja, hún liggur nú um alla Suð-
ur-Ameríku, en ég er mest kvalinn
í sundinu á milli Jamaica og meg-
inlandsins!“
¥
Það hefur komið sér iila fyrir
marga, að geta ekki haldið kjafti
— aftur í tímann!
*
Það var í Teheran 1943 að þeir
sátu og röbbuðu saman Churchill,
Roosevelt og Stalin. Roosevelt
hafði orðið:
„1 gamla daga þurfti þrjú atriði
til að vinna stríð: Peninga, meiri
peninga og ennþá meiri peninga.
Og í dag eru það líka þrír hlutir,
sem við þurfum: Fólk, peninga og
tíma.“
„Þá vinnum við,“ svaraði
Churchill gamli um hæl. Sovét
hefir fólk, Ameríkaninn peninga,
— og við Bretarnir, — plenty of
time!“
300
VÍKINGUR