Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Blaðsíða 13
Öryggismál eiga ávallt að vera á dagskrá Víkingnum hefur borist Skýrsla Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1976 sem út kom í ágústmánuði sl. á vegum nefndarinnar, en hana skipa: Haraldur Henrysson, formaður, Ingólfur Stefánsson, frá Far- manna- og fiskimannasambandi fslands, Ingóifur Þórðarson, frá Slysavarnafélagi íslands, Jónas Haraldsson, frá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna og Sigfús Bjarnason, frá Sjómannasambandi íslands. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er sem fyrr Þórhallur Hálf- dánarson og er skrifstofa nefndarinnar í Slysavarnahúsinu, Granda- garði, Reykjavík. Sími hennar er 25105. Frá því að Víkingurinn hóf göngu sína hafa öryggismálin verið óspart rædd og um þau ritað í blaðinu, enda er tala þeirra greina, sem um þau hafa birst, orðin legió. Þessvegna, en ekki þrátt fyrir, þykir hlýða að skýrslu þessari séu gerð nokkur skil, ekki síst nú þegar sólargangur styttist, lægðum fjölgar og veður gerast vályndari með hausti og komandi vetri. Rúmsins vegna verður aðeins drepið á sjálf slysin og svo niður- stöður eða álit nefndarinnar, en aðdraganda og frekari orsökum að slysinu sleppt. Lesendum Víkings skal hinsvegar bent á, að Skýrslan hefur verið send samtökum sjómanna, bæði innan FFSÍ og SSÍ til dreifingar, svo að auðvelt mun fyrir sjómenn og aðra þá, sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál nánar, að fá hana til aflestrar og íhugunar. Skýrslan er sannarlega þess virði og mikilvægt heimildargagn ritstj. Starf nefndarinnar 1976 Á árinu 1976 sinnti nefndin aðallega hinu hefðbundna verk- efni sínu, að fara yfir sjópróf vegna sjóslysa og reyna að gera sér grein fyrir orsökum þeirra. Er það sem fyrr aðalefni skýrslu nefndarinnar að birta atvikalýs- ingar og niðurstöður. Einnig hefur VÍKINGUR Útdráttur úr Skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa 1976 Þórhallur Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa. nefndin sinnt ýmis konar athug- unum og bréfaskriftum í sam- bandi við þau slys, sem um hefur verið fjallað og reynt að koma til leiðar úrbótum, þar sem hún hef- ur talið þeirra þörf. Eru það aðal- lega Samgönguráðuneytið og Siglingamálastofnun ríkisins, sem nefndin snýr sér til í þessum efn- um enda eru það þeir aðilar, sem einkum fjalla um öryggi skipa og vald hafa til að gefa ákveðnar reglur og fyrirmæli þar að lútandi. Sjónarmið og ábendingar nefndarinnar hafa yfirleitt mætt 301

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.