Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 14
Eftir augnablik hífir spilið og hendin klemmist. Vinnuvettlingar eru hér engin vörn. skilningi hjá þessum aðilum og leitt til jákvæðra umræðna um þessi mál, sem síðan hafa haft úr- bætur í för með sér. Strönd í tveimur síðustu skýrslum nefndarinnar hefur verið drepið á strönd skipa og báta, sem að mati nefndarinnar hafa oft borið vott um skort á aðgæslu og árvekni við siglingastjórn. Enn erástæða til að árétta fyrri áskoranir til skip- stjórnarmanna um að þeir sýni fyllstu ábyrgðartilfinningu í þess- um efnum. Einkum ber að brýna fyrir mönnum að láta ekki stjórn skips í hendur manna, sem ekki hafa réttindi og þekkingu til að annast hana. Einnig er nauðsyn- legt að vakthafandi skipstjórnar- maður skili greinilega af sér vakt- inni þannig að ekki leiki vafi á um stefnu eða stöðu skips. Tilkynning um slys Að marggefnu tilefni minnir Rannsóknarnefnd sjóslysa á, að skylt er samkvæmt siglingalögum að tilkynna yfirvaldi (dómara, sýslumanni eða bæjarfógeta) um Bak við manninn er járnharður polli. — Hvað skeður þegar lykkjan um vinstri fót hans herðir að og hann fellur aftur yfir sig? Skyrtuermarnar eiga annaðhvort að vera hnepptar eða brotnar alveg upp. Skrúfbolti í spilinu grípur ermina. Handleggurinn og maðurinn fylgir með. slys, er orðið hafa um borð í skip- um strax og kostur er þannig að rannsókn geti hafist sem fyrst. Því fyrr sem sjópróf fara fram þeim mun líklegra er að þau kalli fram rétta mynd af atburðum. í þessu sambandi ber einnig að brýna fyrir skipstjórnarmönnum að skrá greinilega lýsingu á slysum þegar í stað í leiðarbók eða dagbók Engin öryggislína frá skipinu eða maður á dekki, sem gefur honum gætur. Hvenær fellur hann aftur fyrir sig í sjóinn eða á steyptan hafnar- bakkann. Slysahættan er yfirvofandi. skipsins. Er það mjög mikilvægt að fyrir liggi við sjópróf slík skýrsla, sem gerð er rétt eftir að slys hefur orðið. Því miður er þetta mjög vanrækt og er skráðum lýs- ingum oft mjög ábótavant. Getur nefndin ekki stillt sig um að birta eina „lysingu" á alvarlegu slysi um borð í bát sem dæmi um það hvernig ekki eigi að gera skýrslu um slys. Umrædd færsla í dagbók bátsins hljóðaði svo: „Farið í róður kl. 6.30. Við fyrstu bauju fer Binni í spilið og slasast. Farið út aftur kl. 9.30.“ Styttra gat það varla verið og hefði þarna átt að fylgja greinileg lýsing á slysinu og aðdraganda þess. Slys á skuttogurum Slys á skuttogurum eru sem betur fer miklu færri en áður. Þó urðu tvö banaslys, þar sem menn tók út af skuttogurum. I hvorugu tilvikinu var notaður öryggisbún- aður, sem ætlaður er til að koma í veg fyrir slík slys og fyrirskipaður var með reglugerð frá 10. júní 1975, þ.e. öryggisbelti með líflínu og björgunarvesti. Þessi útbúnað- VÍKINGUR 302

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.