Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 15
„Slaka á vírnum!" Skip leggst frá bryggjunni og það stöðvast ekki við lykkju um fótinn. ur var heldur ekki til um borð þótt skipin hefðu verið skoðuð og fengið haffærisskírteini. Nefndin telur fulla ástæðu til að brýna fyrir sjómönnum, einkum skipstjórn- armönnum að ganga ætíð úr skugga um að þessi búnaður sé fyrir hendi um borð í skipunum og hann jafnframt notaður. í þessu sambandi vill nefndin skýra frá því, að henni hefur borist vitneskja um að einn togaraskip- stjóri, Áki Stefánsson á b.v. Slétt- bak EA-304, gefi mönnum sínum ströng fyrirmæli um að nota ör- yggisbúnað þann, sem skylt er að hafa um borð, við vinnu sína og láti ekki viðgangast að út af sé brugðið. Vonandi eru þeir fleiri skipstjórarnir, sem þetta gera, en hér er á þetta bent þeim til eftir- breytni, sem hikandi hafa verið í þessum efnum. Létt björgunarvesti Þegar hin tíðu slys á skuttogur- um voru til umræðu á árunum 1974—1975 beitti Rannsóknar- nefnd sjóslysa sér m.a. fyrir því að menn á þessum skipum notuðu við vinnu sína létt björgunarvesti, sem unnt var að hafa innan Hann heldur að hann sé á leiðinni UPP. Raunveruelga er hann á leiðinni NIÐUR vegna fótabúnaðarins og olíu- borna stigans. Hvaða vernd veita lausar töflur, ef hann skyldi bera þungan vélahlut og MISSA hann? hlífðarfata. Með reglugerðinni um öryggisráðstafanir á skuttog- urum frá 10. júní 1975 var boðið að jafnan skuli vera til 5 slík björgunarvesti af viðurkenndri gerð um borð í þessum skipum. Nefndin telur, að reynslan hafi ótvírætt sannað ágæti þeirra björgunarvesta, sem hér um ræðir, en þau eru fyrirferðarlítil og mönnum ekki til trafala við vinnu. Því þykir nefndinni full ástæða til að hvetja sjómenn á hvers konar skipum og bátum, ekki síst smá- bátum, til að fá sér slík vesti og nota þau við vinnu sína. Jafnframt ber að brýna fyrir öllum, sem þau nota, að fylgjast ætíð með ástandi þeirra og ganga úr skugga um að þau séu í fullkomnu lagi. Vörn gegn þilfarshálku Eins og skýrt var frá í síðustu skýrslu var nefndin að gera til- raunir með ákveðna tegund málningar til að koma í veg fyrir hálku á þilfari, en mörg slys hafa orðið á skuttogurum, er menn hafa hlotið byltu á þilfari þeirra. Hér er um að ræða sérstaka plast- málningu. Var hún reynd um nokkra hríð um borð í b.v. Sólbak EA-5 og í bréfi skipstjórans, Stef- Skipalestin er kannski 30 metra djúp og „heizið“ sveiflast að mann- inum óvörum. Um 11% af öllum slys- um á sjó koma fyrir á svipaðan hátt. VÍKINGUR 303

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.