Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 16
Þegar eldblossan-
um slær út á
næsta andartaki,
sleppur maðurinn
ef til vill með
skaðbrennt andlit
og sviðið hár.
Augun gætu einn-
ig skaddast.
unni, hafa orðið í sambandi við
slík störf. Nefndin beinir því enn
þeim eindregnu tilmælum til sjó-
manna að sýna varúð við slík störf
og einnig að sami maður sinni
ekki bæði stjórn spils og hífingu.
Þá er ljóst, að öryggisloka vant-
ar víða við spil, en þeir eru mjög
mikilvæg öryggistæki. Með reglu-
gerð frá 20. 12. 1973, sem sett var
að frumkvæði Rannsóknarnefnd-
ar sjóslysa, var fyrirskipað að ör-
yggisloka skyldi setja við öll línu-
og/eða netaspil í nýjum skipum,
svo og í eldri skipum, sem skipta
um spil eða ef breytt er lögnum að
áns Aspar, til nefndarinnar, dag-
settu 13. mars 1977, um þetta efni.
segir svo:
„Efni þetta var sett á dekkið
sitthvoru megin við skutrennuna
frá skut, fram að brú. í einu orði
sagt hefur það reynst með slíkum
ágætum við allar þær aðstæður, er
skapast um borð í fiskiskipi, sem
veiðar stundar á djúpmiðum við
ísland yfir vetrarmánuðina að
óþarfi er að tíunda það nánar.
Þessa rúmlega 4 mánuði, sem
liðnir eru síðan umrætt efni var
sett á dekkið. hefur enginn maður
hlotið byltu á þeim stöðum. Var-
ast þarf að hafa varabobbinga illa
bundna þar sem efnið er, því þeir
nudda það af.“
í ljósi þessa telur nefndin óhætt
að mæla með umræddri málningu
og hvetur skipstjóra og útgerðar-
menn til að nota hana. Geta þeir
leitað nánari upplýsinga hjá
framkvæmdastjóra nefndarinnar.
Slys við spil
og vindur
Þau slys, sem nefndin hefur
fjallað um á liðnu starfsári og
rakin eru í þessari skýrslu, gefa
enn tilefni til að minna á þá hættu,
sem fylgir störfum við spil og
vindur. U.þ.b. þriðjungur þeirra
slysa, sem um er fjallað í skýrsl-
Hér er unnið við netaspil án öryggisloka. Á undanförnum 6 árum hafa 92 sjómenn
slasast við netaspil og flestir alvarlega. Er ekki tími til kominn að spyrna við fæti?
VÍKINGUR
304