Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 17
þeim. Á síðasta ári beindi nefndin því til Samgönguráðuneytisins að settar yrðu reglur, sem skylduðu alfarið að hafður yrði öryggisloki við línu- og netaspil á öllum skip- um og bátum, sem nota slík spil og eru stærri en 15 rúmlestir brúttó. Er það von nefndarinnar að slíkar reglur verði settar hið fyrsta. RANNSÖKUÐ SJÓSLYS 1976 Atvik og álit nefndarinnar um orsakir slysanna Maður slasast á netabát Nr. 1. — 23. mars 1975. — Álit nefndarinnar: Telja verður að ör- yggisloki hefði komið í veg fyrir slysið. 305 Maður tvíhandleggs- brotnar í netaspili Nr. 2. — 24. apríl 1975. — Álit nefndarinnar: Sami maður stjórn- ar hér spili og dregur af, en slíkt er ætíð varhugavert. Telja verður að öryggisloki hefði komið í veg fyrir slysið. Enn er rétt að vara menn við að vera með hendur í veiðarfærum, sem verið er að hífa eða slaka. Háseti slasast á vöruflutningaskipi Nr. 3. — 1. ágúst 1975. — Álit nefndarinnar: Slys þetta má rekja til þess að gúmmí var ekki á stig- anum og hann hvorki skorðaður né bundinn. Maður slasast á vöruflutningaskipi Nr. 4. — 17. september 1975. — Álit nefndarinnar: Orsakir slyssins óljósar. Myndin sýnir öryggisloka við háþrýstispil. Rannsóknarnefnd sjóslysa er ekki kunnugt um að slys hafi orðið við netaspil, sem útbúið er með öryggisloka. Takmarkið hlýtur að vera, að slíkur búnaður verði um borð í öllum bátum. Eldur í skuttogara Nr. 5. — Föstudaginn 26. septem- ber 1975. — Álit nefndarinnar: Ekki er unnt að slá neinu föstu um upptök eldsins þótt líkur bendi til að kviknað hafi í út frá kúplingu. Eðlilega var brugðist við eldinum. Háseti missir fót á skuttogara Nr. 6. — Fimmtudaginn 5. febrú- ar 1976. — Álit nefndarinnar: í sambandi við þetta slys eru þrjú atriði einkum athugaverð: 1) Óeðlilegt að sami maður sinni samtímis því að hífa á kopp og stjórna spili. 2) Staðsetning stjómloka fyrir umrætt spil óeðli- leg miðað við að híft sé fyrir aftan spilið. 3) Varast ber að teygja sig yfir spilkoppa í gangi með törnum á. Maður fótbrotnar á síðutogara Nr. 7. — Mánudaginn 8. mars 1976. — Álit nefndarinnar: Óhappaslys. Maður slasast á netabát Nr. 8.— Faugardaginn 27. mars VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.