Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 21
Pater Noster vitinn, sem í meira en heila öld lýsti sjófarendum við strendur Svíþjóðar.
Viti friðlýstur
Hinn frægi sænski viti PATER
NOSTER hefur nú verið friðlýst-
ur, þ.e.a.s. vitabyggingin.
Ut af vesturströnd Svíþjóðar er
svæði með um það bil 200 skerjum,
sem bera samheitið Pater Noster.
Skerin voru mjög hættuleg skip-
um, sem leið áttu um Kattegat og
Skagerak, meðan nútíma hjálpar-
tækja naut ekki við.
Sjófarendum til leiðbeiningar
fram hjá skerjunum var Pater
Noster vitinn reistur árið 1868 og í
rúm hundrað ár lýsti vitinn sjófar-
endum og nú mun vitinn leystur
frá „störfum“ með nýjum, full-
komnum ljósvita.
VÍKINGUR
Margar sögur eru um skipstapa
á þessum slóðum frá fyrri öldum
og um 1600 kvörtuðu þeir sem
bjuggu á ströndinni við Pater
Noster undan því að það væri
orðið þeim ofviða, fjárhagslega að
fæða og klæða skipbrotsmenn.
Pater Noster vitinn létti þessum
Ifr
Hinn mikli vitasmiður, Gustaf von
Heidenstam, yfirverkfræðingur byggði
Pater Noster vitann og er minningar-
tafla yfir dyrum, sem ber nafn hans.
Gustaf von Heidenstam var faðir hins
fræga sænska skálds og rithöfundar
Verner von Heidenstam.
309