Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 32
Ekkert skil ég í hvað ég er þyrstur eins og ég drakk mikið í gær! Rithöfundur sat og skrifaði: „Og andlit hennar varð hvítt eins og lak.“ Þá varð honum litið á bólið sitt, andvarpaði og bætti við: , Já, og mikið hvítara.“ Þær sátu og töluðu um sameig- inlega vinkonu. „Fölsk?“ sagði önnur; „já, því máttu trúa. Hún er svo rótfölsk, að maður getur aldrei verið viss um, að hún segi öfugt við það sem hún meinar!“ í Aberdeen Dayly News stóð einhverju sinni eftirfarandi aug- lýsing: „Bestu þakkir færi ég öllum þeim, er til staðar voru við skírn, fermingu, brúðkaup, dauða og jarðarför hans McAbels föður míns.“ Á veggspjaldi hjá stórfyrirtæki nokkru, gat að lesa eftirfarandi: — Ef eldsvoða ber að höndum, yfir- gefið þá vinnustaðinn með sama hraða og þegar þið hættið að vinna. Það var í einni stórverslun, að forstjóri verslunardeildanna kall- aði fyrir sig einn afgreiðslumann- inn, nýjan starfsmann, sem slegið hafði öll met í sölumennsku og bað hann útskýra fyrir sér í hverju þessir hæfileikar hans væru fólgn- ir. , Jú, þetta kom nú mest af sjálfu sér,“ sagði ungi maðurinn af hóg- værð. „Eg seldi viðskiptavininum nokkra öngla og siðan þurfti hann auðvitað fá línu. Þegar hann hafði keypt hana urðum við ásáttir um að hann yrði að fá sér veiðistöng. — Svo verðið þér að kaupa yður bát, sagði ég, — því fiskurinn er oft tregur uppi í landsteinum. Nú, þegar hann hafði keypt bátinn fannst mér ófært annað en að hann fengi sér passandi hjólagrind til þess að flytja bátinn á og svo þegar ég vissi að mannauminginn átti engan bíl, þá seldi ég honum gamla bílinn minn, á mjög hag- stæðu verði.“ , Já, en heyrið nú, voruð þér ekki ráðinn í sælgætisdeildina?“ ,JÚ, reyndar,“ svaraði af- greiðslumaðurinn. „Hann kom þangað og ætlaði að kaupa kon- fektkassa handa kærustunni, sem hafði fótbrotnað og þegar ég heyrði það, sagði ég: — Fyrst svona er ástatt, þá hafið þér ekkert að dunda við næstu fjórar vikurn- ar, svo ég fékk hann til að taka sér frí og fara í veiðitúr. Já, og svo fékk hann konfektkassann í kaupbæti.“ VÍKINGUR 320

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.