Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 35
Varðveisla gamalla
björgunartækja:
„Aðalfudnur SVFÍ ályktar að
tími sé til þess kominn að tryggja
sem best að eldri björgunartækj-
um, en nú úreltum, sé haldið til
haga, þar sem gildi þeirra til fróð-
leiks, svo og safnverðmæti þeirra
vex nú óðfluga. Hið sama gildir
raunar einnig um gerðabækur og
önnur rituð gögn félagsins og
deilda þess.
Treystir fundurinn því, að hafist
verði handa í þessu efni eigi síðar
en á komandi afmælisári.“
„Aðalfundur SVFÍ 1977 felur
stjórn félagsins að fylgja því fast
eftir við Póst- og símamálastjórn,
að hið fyrsta verði hafist handa
um úrbætur á fjarskiptabúnaði
þeirra strandarstöðva, sem enn
eiga í erfiðleikum með að rækja
hlutverk sitt í framkvæmd Til-
kynningarskyldunnar. Vitnar
fundurinn í þessu sambandi til
ákvæða 7. greinar laga um til-
kynningarskyldu íslenskra skipa.
Jafnframt beinir fundurinn
þeirri áskorun til skipstjórnar-
manna, að þeir sinni betur hlust-
vörslu um borð í skipum sínum en
nú er raun á.“
Aðalfundur SVFÍ samþykkti að
skora á Veðurstofu íslands að
bæta eftir föngum veðurþjónustu
VÍKINGUR
Tilkynningaskylda
flugfara:
„Að gefnu tilefni, nú síðast
vegna þyrluslyss á þessu ári felur
aðalfundur SVFÍ stjórn félagsins
að leita álits flugmálastjórnar á
því, hvort ekki sé ástæða til að
skerpa að mun gildandi ákvæði
um tilkynningarskyldu flugfara.
Þyki slíkt æskilegt og gerlegt, verði
því komið í framkvæmd hið
fyrsta.“
á svæðinu frá Skoruvík til Dala-
tanga.
Álitsgerð: Á þessu svæði er að-
eins ein veðurathugunarstöð við
sjó og er hún mjög illa staðsett
fyrir sjófarendur, þar sem hún er
staðsett innst í Vopnafirði. Þess
vegna vill fundurinn beina því til
Veðurstofu íslands að hún komi
upp athugunarstöð úti í Strand-
höfn eða Bakkafirði og Ketils-
stöðum í Hlíð. Með þessum
stöðvum væri komin á allgóð
veðurþjónusta fyrir sjófarendur á
þessu svæði.
Var þessi á kjörskrá í N.-Noregi?
323