Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Qupperneq 38
Smyglskipið Casco.
svo furðulega margbreytileg, að
með ólíkindum má telja. Ýmist
var það í hávegum haft fyrir
frægðarfarir, eða illræmt fyrir
ósæmandi aðfarir, en sagan er
sannleikanum samkvæm.
Ferill skipsins hófst, er það
sigldi um Gullnahliðið við San
Francisco, sem kappsiglari og
skemmtiferðaskip. Um borð var
meðal annarra hinn frægi rithöf-
undur Robert Louis Stevenson,
sem reit ævintýra og leyndar-
dómsfullar sögur, sem vinsælar
urðu um heim allan. Næstu 7 árin
gegndi skipið því hlutverki, sem
því var upphaflega ætlað, en vakti
enga sérstaka athygli manna,
nema fyrir fínheit og glæsileik, en
þá skipti það um hlutverk og eig-
anda og var gert út á selveiðar í
norðurhöfum, sem þá voru stund-
aðar af miklu offorsi. Casco varð
eitt þeirra skipa, sem fljótast var í
veiðiferðum og talið hraðskreiðast
úthafsselveiðara af svipaðri stærð,
á árunum 1892-1897.
Skipverjar voru taldir hinir
miskunnarlausustu harðjaxlar,
sem nokkru sinni höfðu troðið
skipsfjalir á slóðum Norð-
ur-Kyrrahafs. Selskinn voru í háu
verði, á þessum tímum og sam-
keppnin gífurleg. Þessi spöku dýr
voru drepin með spjótum, skot-
vopnum eða öðrum tiltækum
vopnum, miskunnarlaus slátrum,
jafnvel kvendýrum, sem komin
voru að því að fæða, var ekki hlíft,
því að það voru peningar í aðra
hönd, — miklir peningar. Ekkert
tillit var tekið til þeirrar hættu, að
dýrunum yrði útrýmt, líkt og
buffalóunum nokkrum árum áð-
ur. Ásóknin var svo mikil að árið
1893 voru ekki færri en 120 skip,
hvert með frá 5 til 30 manna
áhöfn, sem stunduðu þessar veið-
ar.
Og Casco sló öll hraða- og um
leið aflamet. Fyrst á miðin og fyrst
í höfn, með fullar lestir af sel-
skinnum. Blóðidrifin þilför og ó-
geðslega lyktandi lestar. Veður og
vindar skiptu ekki máli, fyrir það
skip og um stjórnvölinn héldu
traustar hendur.
Þannig gekk þetta, allt til ársins
1897, en þá hafði selnum næstum
verið gjöreytt og veiðimenn sáu
árangurinn af hinu hömlulausa
drápi. Þá var loks tekið í taumana.
Stjórnir Bandaríkjanna, Kanada
og Bretlands komust að sam-
komulagi um að vernda sela-
stofninn í nokkur ár, til þess að
hann gæti náð sér, einnig að veið-
arnar skyldu fara fram á mann-
úðlegri hátt í framtíðinni.
Þegar selveiðunum lauk var
Casco ásamt 12 öðrum systur-
skipum, siglt til Victoríu B.C. og
þau látin grotna niður, — öllum
nema þremur og þar á meðal
Casco, sem 22 árum seinna eyði-
lagðist við King Island, eftir enn
frekari niðurlægingu.
Þótt þessi frásögn sé eingöngu
um Casco, er vert að minnast að-
eins á hin tvö systurskip, sem aftur
komust í gagnið, en öll þessi þrjú
skip áttu eftir að vekja athygli í
sögu sjóferða, þótt á misjafnan
hátt yrði.
Annað þeirra var í eigu Alex
McLean skipstjóra og hlaut nafn-
ið „Draugaskipið" í hinni frægu
sögu Jack Londons „Sjóúlfurinn“,
VlKINGUR
326