Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 39
er hann reit þar um borð. Hitt var
„Laurer4, sem síðar var endurskírt
„Tropic Bird“, keypt og endur-
byggt af Frank Burnett frá Van-
couver, sem sigldi því á suðrænum
slóðum, þar sem hann safnaði
forngripum, og varð frægur fyrir,
en það skip er nú varðveitt í forn-
gripasafni háskólans í British
Columbia.
En hvað snertir Casco, þá var
því skipi bjargað frá eyðileggingu,
til þess að gegna enn illræmdara
hlutverki en að drepa seli. Slægur
og óprúttinn ævintýramaður, sá
stórkostlega möguleika í sam-
bandi við hinn rómaða hraðsigl-
ara. Hin langa og vogumskorna
strönd við Washington og British
Columbíu, var tilvalin til þess að
smygla Kínverjum inn í landið.
Auk þess var geysimikil eftirspurn
eftir ópíum í Norðurameríku. í
borgum Bandaríkjanna og Kan-
ada var óþrjótandi markaður fyrir
þetta fíkniefni og verðið afar hátt.
Hinn nýi eigandi að Casco
stundaði þennan mjög svo ábata-
sama, en ólöglega bisness af miklu
kappi. Hinar ótrúlegustu sögur
gengu manna á meðal, um ævin-
týralegar og bíræfnar smyglferðir
skipsins og landanir við strend-
urnar í skjóli myrkurs. Einnig um
kappsiglingar við eftirlitsskipin,
en í þeim eltingaleik hafði Casco
ávallt betur. Loks tók strandgæsl-
an nýja tegund skipa í notkun og
nú skyldi Casco tekin.
Svo var það dag einn, er Casco
var enn á ferð, með verðmætan
farm af Kínverjum og ópíum, elt
af varðskipi, eins og svo oft áður.
En skipstjórinn á smyglskipinu
þóttist nokkuð öruggur um sig, því
að nokkuð langt var á milli skip-
anna. Þá varð það að vindinn
lægði og skipið varð ferðlaust. En
t
Lystisnekkjan Casco. Byggð í Vancouver 1885. Lengd 95 fet. Breidd 32 fet. Djúprista 12 fet. Ganghraði um 15 hnút-
ar, þegar mikið lá við og vindur hagstæður.
VÍKINGUR
327