Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Side 44
hvolfi. Móðir hans hafði sofið í svoleiðis rúmi. Þeir kunnu ekki að smíða báta hér, þeir voru einsog tréskór á hafinu. Vantaði alla tilfinningu. Bátar áttu að hafa í sér flug, æða áfram jafnvel þótt þeir stæðu á kambi. Þessir stóðu alltaf kyrrir, hvort sem það var í fjörunni, eða úti á gráu hafinu. Samt voru þeir ekki siæm skip, en þeir hefðu ekki dugað fyrir vestan. Þar voru skilyrðin verri og skip, sem ekki voru partur af formgáfu mannsins, þau sukku í fyrstu ferð. Oft saknaði hann skipanna heima. Fisksins. Hann fann til niðurlægingar og sektar fyrir afl- ann, sem hann bar að landi. Fullar körfur af smokkum og konu- pungum, ásamt vatnsósa smáfisk- um og makríl og krabbarnir héldu áfram að teygja út skankana löngu eftir að þeir voru komnir á land og hann hellti yfir þá fötu af sjó, til þess að svala þeim í hitanum. Svo kom kvöld og hvít skýin sigldu innyfir landið. Þau voru líka framandleg. Skýin áttu að vera ógnvekjandi svört skip, sem spúðu hagli, eða regni, áttu að dragast yfir landið einsog þykkar húðir af stórgripum. Þessi voru þunn og minntu á þvott á biskupssetri. Þau voru heilög og meinlaus í senn og rökkrið flæddi yfir magnþrota landið. í raun og veru hataði hann þetta allt og þessvegna hafði hann haldið norður, þar sem menn töldu að hægt væri að fá góða vinnu. Velborgaða vinnu og ekki þurfti að sjá krabbana teygja úr löppunum og fálmurunum, en nú vissi hann það, að lífið var jafnvel enn átakanlegra hér en þar og hann ætlaði suður aftur. Hann gekk hægt um borð í ferjuna og virti fyrir sér þykkar stálsúðirnar, boltana og hnoðin. Allt þetta þreytta fólk, sem nú var að fara heim til þess að borða ódýran mat og horfa á drauminn í andliti sjónvarpsins. Goðsögnin var enn á lífi, nú var hún aðeins í lit, en áður hafði hún verið í svörtu og hvitu. Hann stóð við stafninn og sá skrúfuvatnið streyma undan þungri ferjunni. Honum leið vel á ferjunni og hann fann að hér átti hann ekki heima. Hann gat ekki sest að hér, lifað einsog ormur í fúnum trjástofni. Hann þurfti súrefni, storm og svipmikinn himin, en samtímis settist þessi grái kvíði að honum. Það var ekki gott að vera alltaf einn. Einn á sjónum, einn i litla sól- sviðna húsinu. Hann var jafnvel ennþá meira framandi þarna, en negrarnir, sem smátt og smátt voru að leggja undir sig hverfið og að gera það verðlaust. Hann gat auðvitað ráðið einhvern með sér á bátinn, en hann treysti sér ein- hvernveginn ekki til þess. Það var ábyrgð í þvi fólgin að fara að ráða fólk, Iíka heilmikil vinna. Það þurfti að greiða skatta og færa bækur. Þá vildi hann heldur vera einn, hugsaði hann með sér og horfði á ferjuna sökkva inn í myrkrið og dökkt fljótið. Einhvers staðar fyrir stafni var hinn bakkinn i móðunni og ferjan myndi leggjast að með miklum bægslagangi og stunum og hann gekk inn í matsalinn til þess að tala við ítalann. — Já ég er að fara suður aftur. Það er best. Ef ég bíð öllu lengur, þá innþornar báturinn og húsið Útgeröarmenn Vélstjórar Önnumst allar raflagnir og viögeröir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 Skipamálning - Utanborðsmálning Botn- málning - Lestalakk - Lestaborðlakk Skipalakk - HARPA HF. 332 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.