Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Síða 47
Joe talaði meira um pólitík en
nokkur annar. Það hafði hann
lært þegar hann var í hernum og
það var orðið skelfing langt síðan
og vatnsósa gólfin í búðinni voru
einsog árhringir í mikilli og lang-
vinnri eilífð.
Þau voru úr krossviði og smám
saman slitnaði eitt lagið af öðru.
Við kassann var slitið mest, þar
voru ein fimm lög slitin upp til
agna og Joe hafði neglt þunnan
krossvið þar yfir og hann var líka
búinn að slitna niður um eitt lag
eða tvö.
Gólfin eru ágæt. Þau eru úr
rauðviði, fimm þúsund ára göml-
um og þau munar ekkert um einn
gamlan hermann, sem selur kaffi,
eina litla ævi, sagði Joe, þegar
einhver spurði hvort hann ætlaði
ekki að fara að endurnýja gólfin.
— Það geri ég þegar tuskurnar í
Washington byggja brúna yfir
flóann. Þá koma stjórnarpeningar
hingað líka.
Það voru hinir einu og sönnu
peningar. Aðrir peningar voru í
vösunum á hinum samansaum-
uðu og það taldist til tíðinda ef
einhver átti aur, sem hann vildi
eyða.
Stjórnin var öðruvísi. Hún vildi
eyða. Grafa djúpt í drulluna og
mýrarnar til þess að búa til vegi til
i þess að aka á hergögnum. Fólkið
fékk að nota þá líka, en fyrst og
fremst voru þeir fyrir herinn.
— Þú ætlar að reyna að komast
út, sagði Joe þegar hann hafði
lokið við krabbasúpuna. — Það
hefur verið lítið að fá og strákarnir
eru flestir í bælinu hjá kerlingun-
um nema þeir sem eru í Virkinu.
Það hefur lítið verið reynt.
IV.
Hann kepptist við bátinn.
Honum ofbauð í raun og veru
allur hamagangurinn.
Hvað lá á?
Helst minnti hann á unga
konu, sem er að undirbúa jarðar-
för. Allt var skúrað og fægt. Líka
málað, því útförin átti að verða
sómasamleg. Svona hafði það
verið úti í eyjum og eins var það
hér. Ef byrjað var að dytta að húsi
hér um slóðir, þá hafði einhver
sálast. Jarðarfarirnar voru stór-
kostlegar og sumar stóðu í marga
daga, einsog líkin, því ættingjar
komu víða að. Mest var um að
vera hjá ítölunum, sem héldu
þjóðhátíð ef einhver dó og veisl-
urnar stóðu yfir í marga daga.
Hann var að undirbúa bát.
Samt fann hann að hann var að
undirbúa sína seinustu ferð. Þetta
gat ekki gengið svona öllu lengur.
Honum kom ferjan á Staten Is-
land í hug. Líka hún, svona stór og
beinamikil, búin úr öllum þessum
sveru bitum og járnplötum. Líka
hún færi sína síðustu ferð, hvort
sem það var þetta árið eða hitt.
Stríðið varð að taka enda.
Stundum langaði hann til þess
að leggja frá sér verkfærin og
ganga burtu. Grípa fram fyrir
hendurnar á forlögunum.
Líka gat hann selt bátinn, selt
húsið, en innst inni vissi hann að
enginn vildi kaupa.
Menn vildu báta úr harðplasti,
ekki fúna, vatnsósa trébáta. Hver
keypti hús í negrahverfi? Hús sem
var að sökkva í rotna, vota jörð-
ina?
Nei, enginn myndi kaupa svona
hús og hann kepptist við að ljúka
við bátinn. Hann varð að vera í
fullkomnu lagi í sinni seinustu
ferð.
Kvöld eitt sat hann og reykti.
Það var byrjað að dimma og hann
virti fyrir sér andlit sitt í svörtu
vatninu.
Hann fann að stundin nálgað-
ist.
í kvöld myndi hann koma við
hjá Joe til þess að tryggja sér menn
til þess að sjósetja á morgun. Og
svo? Hann fann djúpt fyrir ein-
manaleik sínum og kvöl. Enginn
myndi halda jarðarför, þegar
hann færi. Enginn myndi mála
húsið hans, þaðanaf síður leika á
fiðlu fyrir fullu húsi af drukknum
syrgjendum. Hann var einn.
Þegar hann færi væri það
fækkun, og á næstu mínútu myndi
fæðast barn, svo að þjóðskráin
myndi ekki breytast nema fáeinar
sekúndur og hann fleygði frá sér
stubbnum og reyndi að hitta
sjálfan sig í ennið og myndin
leystist upp. Hann ætlaði ekki til
Joe.
Næsta morgun ætlaði hann í
virkið. Það var skárra en að deyja
án jarðarfarar. Og hann lötraði
hægt yfir mýrina í átt að húsun-
um.
— Ertu ekki að verða tilbúinn?
spurði einhver utan úr rökkrinu.
— Nei, ætli það taki því í haust.
Rússarnir eru búnir að skrapa allt
upp hvort eð er, sagði hann og var
þakklátur fyrir að þessu var lokið í
bili.
SÖLUSAMBAND
ÍSLENZKRA
FISKFRAMLEIÐENDA
stofnað í júlímánuði 1932,
með samtökum tisktramleiðenda,
tll þess að ná eðlilegu
verði á úttluttan fisk landsmanna.
Skrifstofa Sölusambandsins
er í Aðalstræti 6.
Símnetnl: FISKSÖLUNEFNDIN
Síml: 11480 (7 línur).
Leiðrétting:
Á bls. 271 í síðasta tbl. stóð að
eigandi plastbátsins ÞOR-
STEINN RE væri Björn Þor-
steinsson. Hið rétta er að hann
heitir Guðbjöm Þorsteinsson
(Bói) og væntanlega eru þá flestir
sjómenn betur með á nótunum.
ritstj.
VÍKINGUR
335