Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 8
Ritstjóraspjall Menn segja að nú blási ekki byrlega fyrir þjóðarskútunni. Fleytan sé lek, skipstjóri þreyttur og yfirmenn ósáttir um hvernig taka skuli fyrir lekann og hvernig sig/a beri framhjá skerjum. Frá sjávarsiðunni fréttist fátt um góða drœtti, farskip tróna enn bundin í höfnum þegar þetta er skrifað, og allt útlit er fyrir að útgerðin verði rekin með halla eitt misserið enn, og hljómar víst kunnug- lega fyrir tómlátum eyrum, en nú œtlar ofstœki Múhameðstrúarmanna í Austurlöndum að gera fiskidrátt óarðbœran hér norður við ísland og leggst þá á sveif með þeim landlœgu grýlum, ó- stjórn og slakri hráefnisnýtingu. Jafnvel náttúran lagar sig að okkar mannskapaða hallœri: nú hefur verið svo kalt umhverfis okkur i sjónum að svif sekkur og seiðum er vart hugað Uf — allt slœmar fréttir sem gott er að fárast yfir með kaffi og dísœtum kökum og kenna öðrum um. En þótt varla teljist aðrar fréttir góðar en slœmarfréttir nú á þessum síðustu og bestu tímum er ekki úr vegi, svona til tilbreytingar, að minnast á það sem vel er gert og veitir skynsömum huga fróun og minnkar bölsýni. Augljóst er, þegar til langs tíma er litið (afsakið þingmannatóninn), að afkoma þjóðarbúsins verður ekki tryggð nema með minni sókn í fisk og betri nýtingu hans, ann- ars göngum við um of á stofnana og hœtt verður við að kosturinn um borð í þjóðarskútunni þrengist svo mjög að áhöfnin fari að hugsa til hreyfings og munstri sig á önnur skip einsog gerðist á síðustu öld. En ein er sú stofnun hér á landi, sem vinnur markvisst að því með vísinda- legum aðferðum að stuðla að betri nýtingu sjáv- arhráefnis og þá ekki síst fjölbreyttari nýtingu þess. Þetta er Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Þar vinna tugir sérhæfðra manna í þremur deild- um, efnafrœðideild, gerladeild og tœknideild, að ýmsum verkefnum, sem hafa beint eða óbeint ómælda þýðingu fyrir afkomu sjávarútvegsins og þar með þjóðarinnar allrar. Starfið sem þar er unnið, er þess eðlis, að t.d. dagblöðum þykir lítill fengur í sögum af því á síðum sínum — hver vill ekki frekar horfa á mynd af Páli Nýja (Paul Newmann) við hliðina á kappakstursbíl en lesa um næringarefnarannsóknir á lagmeti, svo eitt dæmi af mörgum sé tekið? En þó hlýtur það að vera áhugavert að vita til þess, svo nokkur önnur dœmi séu tekin af handa- hófi, að á rannsóknarstofu fiskiðnaðarins er verið að vinna nýja rétti úr hráefni, sem áðurþótti ekki til manneldis, rétti, sem eftilvill er hægt að selja erlendis fyrir stórfé og sem gætu verið komnir á hvers manns disk hér á íslandi eftir nokkur ár. Það er ekki langt síðan að flestir fussuðu og svei- uðu við humri — skepnan var svo Ijót að hún gat ekki verið œt — en nú er humarinn allur að verða sælkeramatur hér eins og hann hefur reyndar verið lengi í útlöndum. Þá eru rannsóknir í gangi á framleiðslu meltu, en Danir hafa á undanförnum árum framleitt ár- lega ca. 50.000 tonn af meltu úr brislingi, sandsili og öðrum brœðslufiski tilfóðrunar á svínum, kúm og kálfum, og engin ástæða til að œtla að við gœtum ekki gert okkar búpeningi mat úr sama úrgangi og Danir. Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins er að gera athugun á nýtingu fisks, aðal- lega þorsks, eftir stærð, í handflatningu, vélflatn- ingu og flökun. Engar endanlegar niðurstöður liggja fyrir enn, enda athuguninni ekki lokið, en kqmið hefur í Ijós gífurlegur munur í flökunar- nýtingu eftir vinnslustöðvum. Rannsóknir sem þessar geta og eiga að sýna okkur hvernig við getum bætt vinnslutækni okkar og nýtingu hráefnis. Þær geta allar til samans fært þjóðarbúinu miljarða ef ekki miljarðatugi í auknum tekjum af óbreyttu fiskmagni, og ef svo vel verður á nœstu árum, þá verður að kenna öðru um en fiskiðnaðinum, ef þjóðarskútan steytir á skeri. 8 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.