Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 36
þess að reglugerð vantar, þar sem m.a. verður kveðið á um fram- kvæmd námskeiða og prófa. Þessi reglugerð mun nú vera að því komin að fæðast, ég held hún sé komin í dómsmálaráðuneytið." — Hvað breytist með henni? „Þá ætti að koma í ljós, hverjir eru atvinnukafarar og þeir ættu að fá betri starfsskilyrði. Og þeir sem þurfa á kafara að halda ættu að fá tryggari vinnubrögð.“ — Þú ert formaður í Félagi ís- lenskra kafara. Hvað eru margir félagar í því? „Félagar eru nú um 50, en mjög fáir af þeim stunda köfun sem aðalatvinnu. Þetta starf verður vart stundað hér nema á vegum fyrirtækis eða einhvers konar fé- lags, vegna þess hve mikinn tækjabúnað þarf til. Við hjá Köf- unarstöðinni erum t.d. með tækjabúnað sem kostar líklega um 20 milljónir króna. Mikið af þess- um búnaði þarf sárasjaldan að nota, svo að það er erfitt fyrir ein- staklinga að vera með mikið fé bundið í honum.“ — Hvers konar fyrirtæki er Köfunarstöðin? „Köfunarstöðin hefur starfað síðan 1958. Fyrst var ég bara einn með hana, en síðan 1972 — þegar ég kom heim frá Alsír — hefur hún verið hlutafélag. Við erum þrír kafarar núna við Köfunarstöðina, auk mín eru það Einar sonur minn og svo Aðal- steinn AÐalsteinsson, sem hefur verið að læra hjá okkur. Við vinnum aðallega við ýmsa mannvirkjagerð, að undirbyggja mannvirki sem reist eru í sjó, t.d. brimbrjóta, en líka við stíflur raf- orkuvera, eins og í Búrfelli. Við Búrfell höfum við lent'í erfiðustu verkefnunum, við stífl- urnar inni í Bjarnarlóni.“ — Hvað var erfitt við þá vinnu? „Þetta er jökulvatn, og við þurftum að vinna þarna inni í göngum í alls konar krákustíg- um.“ — Þú nefndir áðan að þú hefðir verið í Alsír. Hvað varstu að gera þar? „Ég vann hjá þýska fyrirtækinu Hochtief við hafnargeðrina í Straumsvík, og þegar henni var lokið fór ég á vegum fyrirtækisins til Alsír. Hochtief tók að sér að endurbyggja þar höfn í borg sem heitir Skikda. Þar var ég í tvö ár. Einar sonur minn var með mér og íslenskur aðstoðarmaður. Við Kristbjöm með tvo kafarahjálma. Til vinstri er mjög gamall hjálmur, framleiddur af bandaríska sjóhcrnum 1917. Slíkir hjálmar eru til í notkun enn í dag. Til hægri er Knistbjörn með nýlegan hjálm, sem þó er í flestum aðalatriðum eins gerður. 36 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.