Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 26
Hafliði Vilhelmsson:
LOKAORÐ — Sögubrot
Hún gekk aðeins á undan þeim
tveimur, keik og teinrétt í fasi,
skref hennar dálítið hröð og
ákveðin og honum fannst glymja
fullhátt í ganginum, viss um að
þau hlytu að draga að sér athygli
þeirra fáu farþega sem þarna
hímdu eins og fólk sem vissi ekki
hvort það var að fara eða koma.
En hann var öruggur á því að
enginn væri í vafa með þau þrjú,
það sást utan á þeim hver var að
halda á brott og hverjir voru að-
eins að fylgja út á völl.
Hann gekk samsíða móður
hennar og varð hugsað til þess að
milli þeirra, hans og hennar voru
aðeins tólf ár en milli þeirra
mæðga stóðu sautján ár. Hann
hugsaði smástund um það. Líka
um það að hún var að fara og það
tók hann sárt, innst inni sárnaði
honum. Þessi stúlka; og stundum
flaug honum í hug að hann hefði
einhvern rétt til þess að stöðva
hana, og koma í veg fyrir áform
hennar, að hann hefði engan rétt
til að stöðva hana ekki. ídeur!
Hafði hún ekki verið hans,
hans eigin stúlka, í uppundir tvö
ár? En hún var ekki hans, ekki
meir, svoleiðis var ekki í tisku
lengur, núorðið á enginn neinn,
allir eiga með sig sjálfa. Allt í einu
óskaði hann sér einfaldara þjóð-
félags, samfélags þar sem allt væri
klappað og klárt, öll hugtök á
hreinu. Þar sem ekkert breytist
þegar búið er að finna því form,
þarsem eitthvað væri í endanlegri
mynd, eilíft og óumbreytanlegt.
Þau höfðu ekki neinn farangur
undir höndum. Töskurnar voru
allar einhvers staðar á skrölti á
einhverju af þessum endalausu
færiböndum sem vonlaust var að
gera sér grein fyrir hvert lágu, en
allir treystu í blindni að bæru
hafurtaskið í rétta flugvél.
26
VÍKINGUR