Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 56
hins mesta sóma og skólinn þeim
þakklátur fyrir samstarfið. 4.
stigsvélstjórar fóru í náms- og
kynnisferð til Bandaríkjanna er
þótti takast hið besta.
Þá voru haldin námskeið í
skyndihjálp á vegum Rauða
Krossins, námskeið í eldvörnum á
vegum Slökkviliðs Reykjavíkur og
námskeið í meðferð gúmbjörgun-
arbáta og fluglínubyssa á vegum
Slysavarnafélags íslands.
Bestum árangri í sérgreinum
skólans náðu eftirtaldir nemend-
ur: Eyvindur Jónsson í 1. stigi,
Eggert Atli Benónýsson í 2. stigi,
Hörður Kristjánsson í 3. stigi og
Ómar Grétar Ingvarsson í 4. stigi.
Fyrir bestan árangur í vélfræði-
greinum 3. stigs hlaut Hörður
Kristjánsson silfurbikar (farand-
bikar) sem gefinn var af vélasölu-
fyrirtækinu Fjalari hf. Bikarinn
verður afhentur á Sjómannadag-
inn ásamt heiðurspeningi Sjó-
mananagsráðs.
Fyrir bestan árangur í íslensku
hlutu þessir nemendur verðlaun
úr minningarsjóði Steingríms
Pálssonar cand. mag.: Ingólfur
Harðarson í 1. stigi og Þorvaldur
Pálsson Hjarðar í 3. stigi. Fyrir
bestan árangur í dönsku hlutu
þessir verðlaunabækur sem gefn-
ar voru af sendiráði Dana: Páll
Valdimar Ólafsson í 1. stigi og
Eggert Atli Benónýsson í 2. stigi.
Fyrir bestan árangur í ensku hlutu
þessir verðlaunabækur frá Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar:
Þorkell Gunnarsson í 1. stigi,
Friðrik Björnær Þór í 2. stigi, or-
valdur Pálsson Hjarðar í 3. stigi og
Guðmundur Marteinn Karlsson í
4. stigi. Fyrir bestan árangur í
þýsku hlutu þessir bókaverðlaun
sem gefin voru af sendiráði Sam-
bandslýðveldisins Þýskalands:
Þorvaldur Pálsson Hjarðar og
Markús Jón Ingvarsson í 3. stigi og
Jón Guðni Arason í 4. stigi.
10 ára afmælisárangur vélstjóra
færði skólanum að gjöf fagra
myndastyttu sem prýða mun and-
dyri skólans.
Skólastjóri þakkaði rausnarleg-
um gjöfurum gjafir þeirra, gestum
komuna, nemendum og kennur-
um samstarfið og sagði síðan Vél
skóla íslands slitið.
við Amsterdam í Hollandi, fyr-
ir fiskimann frá Durgerdam.
Sérfræðingar segja að skipið
sé ekki alveg dæmigert fyrir
skipagerð á öldinni sem leið.
Skuturinnsé lægri en venjulegt
var, mastrið grennra, og aftur-
seglið sé af annarri skipagerð.
Þessu verður nú breytt og
skútan verður endursmíðuð til
þeirrar gerðar, er ríkjandi var á
fiskimiðunum á Norðursjó á
öldinni sem leið.
Það eru yfirvöldin í fiski-
bænum Huzen í Hollandi, sem
keypt hafa skútuna og verður
hún varðveitt til minja um
liðna daga.
Frá
liðinni
Oft munu menn, þegar þeir
íhuga hið flókna tækniþjóðfé-
lag, hugleiða hina gömlu góðu
daga. Líka á sjónum. Þá var
ekkert Efnahagsbandalag til
þess að gera fiskveiðimálin
flókin, engin víðáttumikil land-
helgi með boðum og bönnum og
engin flókin tæki. Aðeins friður
og ró — og nægur fiskur.
Báturinn, sem hér sést á
myndinni er frá þessum góðu
og gömlu dögum, en hann er
hollenskur.
Skútan var byggð um alda-
mótin hjá skipasmið í nágrenni
56
VÍKINGUR