Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 11
Hannes Magnússon: Rannsóknír á spinnpæklí Haustið 1977 varð vart við svo- nefndan spinnpækil í sykursaitaðri síld á nokkrum söltunarstöðum hérlendis. í því sambandi leitaði Síldarútvegsnefnd til Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins með von um að lausn gæti fundist á vanda- máli þessu. Einkenni spinnpækils eru þau að pækillinn verður seigfljótandi og getur í sumum tilfellum um- myndast í hlaup. Almennt hefur verið talið að ákveðnir gerlar eða gerlahópar væru hér að verki með því að framleiða eitt eða fleiri ensím, sem leiða til myndunar slímkenndra efnasambanda úr sykrinum. Rannsóknir á spinnpækli hóf- ust vorið 1978. Helstu niðurstöður voru, að tekist hefur að rækta upp slímmyndandi gerla úr seigum síldarpækli með því að nota salt- sykuræti. Allir þeir stofnar (alls 31), sem einangraðir voru til- heyrðu sömu ættkvísl gerla; Moraxella (ættkvísl Achromo- bacter samkvæmt eldri flokkun- arfræði). Gerlar þessir reyndust vera saltkærir, uxu hraðast við 10% saltstyrk ætis. í ósöltu nær- ingaræti uxu þeir alls ekki. Kjör- hitastig vaxtar var 22°C og við 9°C gátu gerlarnir ekki vaxið. Samkvæmt niðurstöðum þessum virðist því æskilegt að geymslu- hitastig síldartunna meðan á verkun stendur sé sem næst 9°C. Ennfremur kom í ljós að með því að nota glúkósa (þrúgusykur) í stað súkrósa (venjulegur sykur), við ræktun gerlanna mátti koma í veg fyrir slímmyndun í næringar- ætinu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við efnarannsóknir, sem gerðar voru af dr. Öldu Möller á efnafræðideild stofnunarinnar. Niðurstöður dr. Öldu eru birtar í ársskýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 1978, en þar segir m.a.: „Niðurstaða þessara rann- sókna er því sú, að í seigum pækli hafi sykurinn (súkrósi) að meira eða minna leyti klofnað í grunn- einingar sínar glúkósa (þrúgusyk- ur og frúktósa (ávaxtasykur) en margar frúktósaeiningar síðan tengst saman í fjölsykruna levan. Ekki er þó útilokað, að önnur efni en frúktósi séu líka efniviður pækilhlaupsins, en frúktósi er uppistaðan og aðalefnið.“ I framhaldi fyrri rannsókna á spinnpækli var framkvæmd sölt- unartilraun á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Síldar- söltun fór fram í húsakynnum B.Ú.R. dagana 15.—17. nóvember 1978. Sykursöltuð síld var ein- göngu notuð við tilraunirnar. Saltað var í tré- og plasttunnur, með og án slímgerla og ýmist með súkrósa eða glúkósa. Allar tunnur slímgerla og ýmist með súkrósa eða glúkósa. Allar tunnur (alls 7) voru síðan geymdar við 10°C + 2 og sýni tekin með reglulegu milli- bili. Auk gerlaathugana var fylgst með breytingum á sýrustigi (pH) og saltmagni í síld og pækli. I ljós kom m.a. að í trétunnum, sem innihéldu slímgerla og súk- rósa myndaðist seigur pækill eftir 3—4ra vikna geymslu. í trétunn- um, sem innihéldu slímgerla og glúkósa í stað súkrósa myndaðist ekki seigur pækill. Þannig var hægt að hindra myndun spinn- pækils með notkun glúkósa við síldarsöltunina. Nú standa yfir á gerladeild til- raunir með næmni slímgerla gegn rotvarnarefnum. Niðurstöður þessara tilrauna lofa mjög góðu þó of snemmt sé að fullyrða nánar um gildi þeirra. Hannes Magnússon gerlafræðingur. VÍKINGUR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.