Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 21
Einar Jónsson fiskifræöingur:
Um „íslensk” sjó-
og fiskikort
Upphaflega ætlaði ég aðeins að
drepa niður penna um fiskikort
eða réttara sagt skort á þeim.
Þegar ég fór að hugleiða og rýna
frekar í málefnið varð mér ljóst,
sem ég reyndar vissi, að ástandið í
sjómælingamálum landsmanna,
en sjókort hljóta að vera undan-
fari fiskikorta, er svo bágborið, að
þar yrði að bera niður fyrst, þótt
um fiskikort yrði rætt síðar.
Sjókort er svo nauðsynlegur
hlutur í hverju skipi, að það telst
ósjófært séu þau ekki fyrir hendi.
Ætla mætti, að í landi sem er um-
girt sæ, á allt sitt undir honum, og
lengst af allar sínar samgöngur
einnig, væru sjómælingar og sjó-
kortagerð í hávegum höfð, rétt
eins og bækur og bókagerð skipa
heiðurssess hjá þessari bókaþjóð.
En því er því miður ekki að heilsa
og næsta furðulegt hve þessum
málum er lítið sinnt.
Fyrst þegar ég fór til sjós var
starfi minn að mestu leyti bund-
inn við dekkið, svo ég hafði lítil
kynni af sjókortum. Þegar maður
rakst inn í kortaklefa á stýris-
vöktum komst maður þó ekki hjá
að láta augun detta niður á þau
kort, sem voru ætíð útbreidd á
borðum, og tók þá strax eftir því,
að lesningin á kortunum var
oftast dönsk eða ensk, sem gaf
upprunann ótvírætt til kynna. Ég
hugsaði lítið um þetta þá, en eftir
því sem starfsvettvangur minn
hefur breyst og ég hef haft
meiri bein kynni af þessum sömu
kortum, hefur mér orðið æ ljósara
hversu mjög við höfum vanrækt
VÍKINGUR
þessi mál og látið erlendum þjóð-
um það eftir að mæla og festa á
blað útlínur og lögun, gerð og
gjöfulleika, þessara votu lands-
hluta okkar.
Þegar ég fór að leita að
heimildum í þessar hugleiðingar
varð mér og ljóst, hversu mikið
ördeyðuhugafar ríkir hér á landi í
þessum efnum og umsvifarammi
sá, sem Sjómælingum íslands
hefur verið markaður, hlýtur eðli-
lega að draga dám af þessu. Ég
blaðaði gegnum efnisyfirlit Sjó-
mannablaðsins Víkings og Ægis
síðustu 20 árin auk þeirra sex ár-
ganga af Sjávarfréttum er út hafa
komið. Eftirtekjan var lítil. Má
nærri telja greinar er koma inn á
þetta efni á fingrum annarrar
handar og er þá allt talið. í þessum
sérritum sjó- og fiskimanna er
helst aldrei á þessa hluti minnst og
veldur það furðu minni. Lausleg
athugun á ályktunum Fiskiþings
frá þessum árum, sem birtar eru
reglulega í Ægi, gefur til kynna,
að sjómælingar hafi nánast verið
bannorð á þeim samkomum. Þar
álykta menn árlega um alla hugs-
anlega hluti, er varða sjómenn,
öryggi þeirra og afkomu, en aldrei
um þetta atriði að því er virðist.
Þátturinn Vitamál í Ægi getur í
21