Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 45
Ferjur —Bílferjur
Þjóðvegir...
Nú fer sumar í hönd, og þá
hugsa menn gjarnan til ferða-
laga, þótt ferðalög skemmti-
manna séu ekki lengur einvörð-
ungu bundin við sól og sumar.
Vetrarferðir eru að verða vin-
sælar, skíðaferðir, líka inn-
kaupaferðir, og ferðir til að
halda glórunni, ef svo má að
orði komast. Þær færast í vöxt,
ef marka má ræður ferðaspek-
inga, sem benda á ýmsar stað-
reyndir máli sínu til stuðnings.
Heimurinn er að skreppa sam-
an, og hlutfall þeirra er aðeins
fara í brýnum erindum fer sífellt
minnkandi í farþegaflutningum
milli landa og innan þeirra.
ísland vanþróað
ferðaland
íslendingar hafa ekki farið var-
hluta af ferðalögum. Ferða-
mannastraumurinn til landsins
vex hægt og bítandi, og hinum
sigldu fjölgar óðum. Er nú svo
komið að fjöldi manna fer til út-
landa a.m.k. einu sinni á ári — og
sumir oftar, án þess að sérstök er-
indi kalli þá, eða valdi
utanstefnum.
Við höfum verið fljótir að til-
einka okkur ýmsa þætti ferða-
mála, til dæmis eigum við ágæt
flugfélög, sem hafa starfsreynslu á
borð við elstu flugfélög Evrópu,
og farkostir eru hinir sömu og
stórþjóðirnar nota, þær sem lengst
eru komnar.
Að einu leyti stöndum við þó á
mjög frumstæðu stigi, en það er í
vegamálum. Á íslandi hefur ein-
hvernveginn farist fyrir að leggja
Bílar, far|»csar, strætisvagnar, rútur, vörubílar, komast nú ekki aðcin milli lands og eyja
mcð skipum, lieldur cru komnar rútur er spara mönnum akstur milli staða, jafnvel þótt
vegir séu milli staða.
Þessi þjónusta, sem þykir sjálfsögð er á frumstæðu stigi á íslandi, einsog íslenska
vegakerfið er reyndar líka, þrátt fyrir kosningaloforð í áratugi.
varanlega bílvegi, þrátt fyrir stór-
an bílaflota, og mun nú svo komið
að hvergi í Evrópu er unnt að
finna eins vonda vegi og á Islandi.
Hinn vanþróaði þátturinn er sú
undarlega tregða ráðamanna að
halda uppi farþegaflutningum á
sjó og er það í rauninni einkenni-
legra mál en hitt, því við búum á
eyju. Bílferjur þykja ekki ein-
asta sjálfsagðar erlendis, heldur
partur af siðmenningu og ferða-
frelsi manna, og liður í að halda
uppi jafnvægi í verðlagi á flugi og
ferðalögum með öðrum
samgöngutækjum.
Mun ísland nú vera eina eyjan
undan ströndum Evrópu, þar sem
VÍKINGUR
45