Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 29
ættu að gjöra svo vel að stíga um borð og svo framvegis . . . Guð minn góður, ég er orðin alltof sein. Hún kyssti mömmu góðan bless— koss, kinkaði til hans kollinum, rann að passahliðinu, veifaði, tal- aði aðeins við tollþjóninn og svo var hún horfin, ljóst hár hennar hvarf síðast. Helvítis, ég gleymdi að heilsa Jaroslav, hugsaði hann gramur við sjálfan sig, en til hvers ætti hann að heilsa Jaroslav. Ekki færi hún að bera honum kveðju hans. Ég er eiginlega að flýta mér, sagði móðirin upp úr þunnu hljóði. Kemur þú samferða? spurði hún svo, en hann vissi að hún kærði sig jafnlítið og hann, að þau fylgdust að tilbaka. Nei, ég ætla að hinkra við, svaraði hann. Ég ætla að fara upp og fylgjast með þegar þotan hefur sig á loft, mér finnst það alltaf jafn spennandi að sjá þessa þungu skrokka hefjast á flug, ég á alltaf eiginlega von á því að þeir geti það ekki, mér finnst það svo ótrú- legt, laug hann. Já, finnst þér ekki, samsinnti hún og vissi vel að hann meinti ekkert með þessu rausi sínu en var fegin að hann skyldi taka svona af skarið og forða þeim frá að verða samferða. Hún kvaddi og fór, skundaði eins og. Þá flýtti hann sér út á svalirnar á annarri hæðinni. Farþegarnir voru að lalla um borð í vélina, löng halarófa kápu- og frakka- klæddra manna, hópur Engra að fara Ekkert til Einskis, honum var sama, en hann sá hana ekki með það sama. Kannski var hún þegar komin í sætið sitt, gluggasæti, annað hafði hún aldrei tekið í mál. Nei, þarna var hún, gekk upp við digran mann, ekki alveg við hlið hans heldur aðeins frá hon- um, kannski svo ekki væri um að villast að alls engin skyldleiki væri þarna á milli. Sem hún vildi segja hún tilheyrði engum nema sjálfri sér. Og kannski ögn honum Jaro- slav sem beið hennar. Þá hvarf hún honum bak við þotuna og hann ætti varla eftir að sjá hana meir. Hann varð hvumsa yfir þeirri tilhugsun, hún gæti allt eins verið dauð, en þá gæti hann syrgt, en svona brottför, jafngildi dauðans, var ekki tilefni til há- stemmdrar sorgar. Eiginlega var þetta honum léttir, fannst honum, en var hræddur við að viðurkenna slíka tilfinningu innra með sér. Hún var komin um borð, hún var þá örugglega farin, hann gæti haft sig á braut. Hann kraup til að binda skóþvenginn, reimin er laus, þetta voru hennar síðustu orð. Én þau lokaorð! Hann hló hæðnislega með sjálfum sér þar til það rann upp fyrir honum að héðan í frá myndi hann aldrei hnýta svo slaufu á reimarnar að henni skyti upp í kollinn um leið: Bölvuð sé hún, muldraði hann, reisti sig upp og hélt sína leið. Utgeröarmenn Vélstjórar Önmimst allar raflagnir og viógeröir I skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 EYFJÖRÐ sf. Umboðs- og heildverzlun Gránufélagsgötu 48, Akureyri VIÐ SELJUM VEIÐARFÆRIN HÖFUM ALLT TIL TOGVEIÐA, HANDFÆRAVEIÐA, LÍNU- VEIÐA OG NETAVEIÐA Hafið samband við sölumann okkar í síma (96)-25222 og 22275 VfKINGUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.