Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Page 11
Hannes Magnússon: Rannsóknír á spinnpæklí Haustið 1977 varð vart við svo- nefndan spinnpækil í sykursaitaðri síld á nokkrum söltunarstöðum hérlendis. í því sambandi leitaði Síldarútvegsnefnd til Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins með von um að lausn gæti fundist á vanda- máli þessu. Einkenni spinnpækils eru þau að pækillinn verður seigfljótandi og getur í sumum tilfellum um- myndast í hlaup. Almennt hefur verið talið að ákveðnir gerlar eða gerlahópar væru hér að verki með því að framleiða eitt eða fleiri ensím, sem leiða til myndunar slímkenndra efnasambanda úr sykrinum. Rannsóknir á spinnpækli hóf- ust vorið 1978. Helstu niðurstöður voru, að tekist hefur að rækta upp slímmyndandi gerla úr seigum síldarpækli með því að nota salt- sykuræti. Allir þeir stofnar (alls 31), sem einangraðir voru til- heyrðu sömu ættkvísl gerla; Moraxella (ættkvísl Achromo- bacter samkvæmt eldri flokkun- arfræði). Gerlar þessir reyndust vera saltkærir, uxu hraðast við 10% saltstyrk ætis. í ósöltu nær- ingaræti uxu þeir alls ekki. Kjör- hitastig vaxtar var 22°C og við 9°C gátu gerlarnir ekki vaxið. Samkvæmt niðurstöðum þessum virðist því æskilegt að geymslu- hitastig síldartunna meðan á verkun stendur sé sem næst 9°C. Ennfremur kom í ljós að með því að nota glúkósa (þrúgusykur) í stað súkrósa (venjulegur sykur), við ræktun gerlanna mátti koma í veg fyrir slímmyndun í næringar- ætinu. Þessar niðurstöður eru í samræmi við efnarannsóknir, sem gerðar voru af dr. Öldu Möller á efnafræðideild stofnunarinnar. Niðurstöður dr. Öldu eru birtar í ársskýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 1978, en þar segir m.a.: „Niðurstaða þessara rann- sókna er því sú, að í seigum pækli hafi sykurinn (súkrósi) að meira eða minna leyti klofnað í grunn- einingar sínar glúkósa (þrúgusyk- ur og frúktósa (ávaxtasykur) en margar frúktósaeiningar síðan tengst saman í fjölsykruna levan. Ekki er þó útilokað, að önnur efni en frúktósi séu líka efniviður pækilhlaupsins, en frúktósi er uppistaðan og aðalefnið.“ I framhaldi fyrri rannsókna á spinnpækli var framkvæmd sölt- unartilraun á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Síldar- söltun fór fram í húsakynnum B.Ú.R. dagana 15.—17. nóvember 1978. Sykursöltuð síld var ein- göngu notuð við tilraunirnar. Saltað var í tré- og plasttunnur, með og án slímgerla og ýmist með súkrósa eða glúkósa. Allar tunnur slímgerla og ýmist með súkrósa eða glúkósa. Allar tunnur (alls 7) voru síðan geymdar við 10°C + 2 og sýni tekin með reglulegu milli- bili. Auk gerlaathugana var fylgst með breytingum á sýrustigi (pH) og saltmagni í síld og pækli. I ljós kom m.a. að í trétunnum, sem innihéldu slímgerla og súk- rósa myndaðist seigur pækill eftir 3—4ra vikna geymslu. í trétunn- um, sem innihéldu slímgerla og glúkósa í stað súkrósa myndaðist ekki seigur pækill. Þannig var hægt að hindra myndun spinn- pækils með notkun glúkósa við síldarsöltunina. Nú standa yfir á gerladeild til- raunir með næmni slímgerla gegn rotvarnarefnum. Niðurstöður þessara tilrauna lofa mjög góðu þó of snemmt sé að fullyrða nánar um gildi þeirra. Hannes Magnússon gerlafræðingur. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.