Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Page 19
FÉLAGSMÁL Menntamálaráðherra Skólanefnd Vélskóla Islands Frú Ragnhlldur Helgadóttir Sjómannaskólanum Menntamálaráðuneytinu Reykjavík Reykjavík Island ísland Norræna vélstjórasambandið NMF, sem í eru um 20.000 félagar á Norðurlöndum, fékk upp- lýsingar á fundinum sem haldinn var í Mariehamn dagana 13.—14. júní 1984 frá íslenska fulltrúanum, Helga Laxdal, um að við vélstjórakennslu á Islandi væri ekki notaður vélarrúms- samlíkir. NMF létálit sitt í Ijós á fundi í Esbjergf nóvember 1982 og lagði þá áherslu á mikilvægi þess að nota vélarrúms samlíki við vélstjórafræðsluna. Ástæða þess að NMF styður notkun samlíkis við kennslu vélstjóra er sú að á öllum Norður- löndunum hefur vélstjórum og öðru starfsfólki i vélarrúmum skipa verið fækkað í algjört lág- mark. Afleiðing þessa er sú að þeir ungu menn sem ráða sig á skip til öflunar lögboðinnar starfsreynslu til atvinnuréttinda, fá í fæstum tilfellum raunhæfa verklega þjálfun í notkun og rekstri vélbúnaðarins um borð. Þess vegna verður að afla hluta starfsreynslunnar innan veggja skólans. Þar verður að gefa nemendunum kost á, með sem raunhæfustum hætti, að komast í snertingu við og kynnast notkun vélbúnaðar skipa og hinum ýmsu bilunum sem í honum verða og ráða þarf fram úr við raunverulega notkun og starfrækstu. Samlíkjar eru byggðir upp úr breytilegum fjölda eininga, sem raðað er saman í samræmi við væntanlega notkun. Þeir henta sérstaklega vel við kennslu byrjenda og jafnframt eru þeir hagkvæmir við menntun þeirra sem eru að Ijúka fyllsta vélfræðinámi, svo og við endurmenntun, rannsóknir og bilanaleit. Afþessum ástæðum hvetur NMFaf þunga yfirvöld menntunarmála á islandi til þess að hlutast til um að vélarrúms-samlíkir verði notaður við kennlsu vélstjóraefna á íslandi. Með kveðju Nordiska Maskinbefátsfederationen Frode Gross forseti leggja þunga á nauðsyn þessa tækis við nútíma- kennslu vélstjóra var ályktun fundarins (hér lauslega þýdd) send til Menntamálaráðherra íslands og skólanefndar Vél- skóla íslands. Þann 14. júní var m.a. Vél- skóli Alandseyja skoðaður en hann ber nafnið Alands tekniske skola og menntar sína nemendur til vélstjóra- starfa á sjó og í landi. Þeir sem Ijúka námi við þennan skóla og fara í störf í landi taka að sér ýmisskonar milli- stjórnunarstörf á tæknilegu sviði. Við raforkuver, en þar eru gufukatlar, sem framleiða gufu til þess að knýja gufu- hverfla, sem aftur knýja raf- ala. í hinum ýmsu iðnfyrir- tækjum og vélaverkstæðum eru menn með þessa mennt- un tæknilegir rekstrarstjórar. Mér virðist að störf stéttar- bræóra okkar á Álandi séu svipuð og hér heima. Hvað rétt til þessara starfa áhrærir þá ræður þar eingöngu fram- boð og eftirspurn og hæfni viðkomandi manna til þess að taka þessi störf að sér. Á Álandseyjum líkt og á öðrum Norðurlöndum eru vélstjórum ekki tryggð störf í landi með lögum, þ.e.a.s. þeir hafa ekki lögbundin atvinnuréttindi í landi. Alands tekniske skola var stofnaður 1.1. 1968 og hóf sitt starf í leiguhúsnæði. I’ ágúst 1981 flutti skólinn í eigið hús— myndarlega nýja byggingu. Þegar skólinn er skoðaður vekur athygli: Nýtt myndarlegt húsnæði, þar sem greinilega ríkir reglusemi og þrifnaður á öllum sviðum og velbúnar kennslustofur með öllum nýtískukennslutækjum. Við skólann er mjög góð að- staða til verklegrar kennslu bæði í vélfræðigreinum (en þar er notaður samlíkir) og í raf- og stýrigreinum. Til að kenna verklega vélfræði eru notaðar þrjár díselvélar. Tvær eru um 70 hö við 1500 sn/mín og knýja rafala en ein er300 hövið 500sn/mín búin fullkomnum tækjum til vél- fræðirannsókna. Þessi vél er þriggja strokka með for- þjöppu og eftirkæli á fæði- lofti. Við skólann er gott bókasafn með lesaðstöðu fyrir nemendur, þarna lágu frammi til skoðunar mörg Skeyti fundarins til menntamálaráðherra og stjórnar Vélskóla Islands. Mér virðist störf stéttarbræðra okkar á Álandi séu svipuð og hér heima. 19 Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.