Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Qupperneq 34
Guðjón Ármann Eyjólfsson skóiastjóri. / þessari grein segir frá fjölda nemenda sem luku prófi við Stýrimanna- skólann á síðast liðnu vori, hverjir þeirra hlutu hæstu einkunnir, hvað þeir hlutu í verðlaun og sitt- hvað fleira. Víkingur 34 Skólaslit Stýrimannas Stýrimannaskólanum i Reykjavik var slitið í 93. sinn laugardaginn 19. maí s.l. við hátiölega athöfn. Athöfnin hófst með þvi að Anna Þóra Benediktsdóttir spilaði Vikivaka eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. i skólaslitaræðu rakti Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- stjóri skólastarfið á liðnu skólaári. Frá Stýrimannaskólanum luku samtals 84 nemendur skip- stjórnarprófum á skólaárinu; 5 nemendur luku bæði 1. og 2. stigi i hraðdeild skólans. Eftir stigum voru lok prófa þannig: Skipstjórnarprófi 1. stigs luku 45 nemendur, þar af 9 nem- endur i samvinnu við Dalvikur- skóla. Skipstjórnarprófi 2. stigs luku 28 nemendur. Skipstjórnarprófi 3. stigs- far- mannaprófi - luku 16. Vegna ónógrar þátttöku var 4. stig ekki haldið. Skólinn starfaði eins og undanfarin ár i tveimur önnum. Haustönn hófst 1. september og stóð til jóla. Vorönn varfrá janúarbyrjun til aprílloka fyrir 1. stig, en prófum lauk 16. maí hjá 2. og 3. stigi. Hæstu einkun við skipstjórn- arpróf 1. stigs á haustönn hlaut Árni Beinteinn Erlings- son 9,04, sem er ágætis- einkunn. Á vorönn hlutu hæstu ein- kunnir á skipstjórnar prófi 1. stigs: Albert Gunnlaugsson við Dalvikurskóla 9,41; ágætis- einkunn. Jens Kristján Krist- insson Dalvikurskóla 9,22; ágætiseinkunn. Haraldur Har- aldsson Reykjavík 8,66, 1. einkunn. Nemendur við Dalvikur- skóla taka sömu próf og nem- endur við skólann i Reykjavik i öllum greinum hinna svonefndu sjómannafræða, þ.e. siglinga- fræði, siglingareglum, skipa- gerð og sjómennsku, eldvörn- um. Skólastjóri Dalvikurskóla er Trausti Þorsteinsson, en siglingafræðikennari deildar- innar undanfarin þrjú ár, sem deildin hefur starfað, hefur verið Július Kristjánsson forstjóri. Prófdómari þar nyrðra er Þórir Stefánsson fyrrv. skipstjóri skipaður af Mennta- málaráðuneytinu. Samstarf við Stýrimannaskólann hefur verið með miklum ágætum og nemendur hafa á hverju ári komið suöur eina viku á tækjanámskeið. Á skipstjórnarprófi 2. stigs voru hæstir og jafnir: Albert Haraldsson Patreksfirði og Tryggvi Örn Harðarson Kefla- vik með 8,60. Þeir fengu sem verðlaun fyrir ágæra frammi- stöðu Öldubikarinn, farand- bikar, sem Sjómannadagsráð gaf til verölauna i tilefni af 70 ára afmæli Öldunnar 1964 og fá þeir hann til varöveislu sitt hálft árið hvor. Til eignar fengu þeir verðlaunapeninga áletraða frá Sjómannadags- ráði. Hæstu einkunn i siglinga- fræði á 2. stigi hafði Albert Haraldsson 47 stig og fékk hann mjög glæsileg verðlaun frá LÍÚ — loftvog og klukku, sem LÍÚ veitir hvert ár fyrir hæstu einkunn í siglingafræöi á 2. stigi. Verðlaun úr verð- launasjóöi Guðmundar Kristj- ánssonarfyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann til margra ára eru veitt á 4. stigi og voru þvi ekki veitt i ár né i fyrra. Hæstu einkunn á far- mannaprófi 3. stigs hlaut Hjalti Eliasson Vestmannaeyjum 9,20, sem er ágætiseinkunn. Hjalti fékk í verðlaun Far- mannabikar Eimskipafélags Islands, sem eru farandverð- laun og glæsilegan verðlauna- pening meö merki Eimskipa- félagsins. Nemendur með hæstu einkunnir á hverju stigi við skólann hér i Reykjavik fengu verðlaun úr Verðlauna- sjóði Páls Halldórssonar fyrrv. skólastjóra fyrir góða frammi- stöðu og árangur. Útvegsmannafélag Norður- lands og Skipstjórafélag Norðlendinga hafa með mynd- arskap staðiö við bakið á skipstjórnardeildinni á Dalvík og veittu þeir hæstu nemend- um þar verðlaun. Dalvíkurskóli verðlaunaði einnig nemendur sína með bókaverðlaunum. Fyrir ágætar ritgerðir og námsárangur i íslensku var eftirtöldum nemendum veitt bókaverðlaun frá skólanum: Á 2. stigi: Sigurbjörn Ólason 2. B og Sævar Ólafsson (1 + 2); á 3. stigi: Hjalti Elíasson 3. B. Skólinn veitti viðurkenningu fyrir góða ástundun og stund- visi og hlutu eftirtaldir nem- endurþarverðlaun: Á 1. stigi: Ólafur G. Óskars- son Selfossi og Ármann Ein- arsson Þorlákshöfn. Á 2. stigi: Sævar Ólafsson Sandgerði. Á 3. stigi: Björgvin Sigurðs- son Hafnarfirði. Danska sendiráðið veitti verölaun fyrir hæstu einkunnir og góöa frammistöðu i dönsku á brottfararprófi; hlutu þau Björn Jóhannesson á 3. stigi og Sigurbjörn Ólason og Tryggvi Örn Harðarsson af 2. stigi. Formaöur skólafélagsins á liðnu skólaári var Björn Valur Gislason og fékk hann og varaformaður félagsins viður- kenningu og þakkir skólans fyrir góð störf að félagsmál- um. Að loknum kveðjuorðum skólastjóra var gestum boðið upp á kaffi og veitingar, sem félagskonur Kvenfélags Öld- unnar sáu um að venju með rausn og myndarskap. Skólaslit Stýrimannaskólans eru alltaf hátíöleg stund, bæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.