Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Síða 39
Skólaslit... eitthvað í þessu sem verður að ske milli skips og manns þegar himinn og haf er eitt sjóðandi sælöður og aldan brotnari himininn inn Ég gæti trúað að Sveinbirni Egilssyni hefði likað þetta svar. Þaulreyndum sjómannin- um, sem freistaði þess að miðla ungu mönnunum af reynslu sinni. Aökljúfabrotiö. Góðir sjómenn. Reynsla kemur aðeins með árunum. Það kemur þvi miður oft fyrir að skip verða fyrir áföllum. Sjálfsagt verður ekki komið i veg fyrir áföll, en öruggustu leiðina til þess að koma i veg fyrir áföll i vondum veðrum tel ég vera þá, að snúa skipinu nógu snemma upp i sjó og vind. Þegar hvort eð er er ekki hægt að halda stefnu og hraða þá er affarsælast að andæfa með eins litlu vélaafli eins og hægt er að stýra skip- inu meö. Þegar brotsjóir gerast hættulegir, til dæmis þegar 10 til 20 metra alda feykir öldu- faldinum langar leiðirog drynur sem stórskotalið, þá tel ég affarasælast að mæta hverju broti á ferðlausu skipi, en áður en brotið riður yfir, þá að gefa vélinni fulla orku rétt á meðan brotið ríður hjá. Skipið verður að kljúfa brot- iðmeð stefninu. Mál mitt er orðið lengra en i upphafi varætlun min. Ég lýk þvi með að vitna i sálmaskáldið Valdimar Briem, og að það megi gagnast ykkur öllum: Stýr minu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, Þar mig i þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. Þið munið fá ábyrgð á skipum og mönnum Skólaslitaræöa GuöjónsÁrmanns Eyjólfssonar skólastjóra Stýrimannaskólans. Með nokkrum orðum vil ég að lokum kveðja ykkur nem- endursérstaklega... Um leið og ég endurtek hamingjuóskir minar og okkar allra til ykkar með prófskir- teini það sem þið hafið fengið í hendur, vil ég minna ykkur á, að jafnframt þvi sem þetta prófskirteini veitir ykkur rétt- indi til ábyrgðarstarfa á is- lenskum skipum, þá leggur þaö einnig á herðar ykkar skyldur. Þið munuð fá ábyrgð á skipi og mönnum og þess ber ykkur að gæta og hafa ætið í huga. Tið og geigvænleg sjóslys hér við íslands strendur á liðnum vetri eru öllum í fersku minni og okkur áminn- ing um hver ábyrgð fylgir starfi ykkar. Ég og viö kennarar vonum, aö það sem þiö hafið hér lært verði ykkur gott veganesti og undirstaða til að þjálfa ykkur og þroska og gera ykkur að góðum sjómönnum, sem er mikið sæmdarheiti. Hér i hópi okkar í dag eru menn sem hafa siglt um og yfir hálf öld á sjónum. Meðal okkar er gam- all nemandi þessa skóla, sem sigldi í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar keisari réði yfir Þýska- landi og lenti í þvi mikla mannskaðaveðri - Halaveðr- inu,7.febrúar1925. Allir sjómenn sem hafa siglt svo lengi búa yfir mikilli reynslu og menntun starfsins, sem við getum ekki kennt ykkur, aðeins lifið sjálft og starf ykkar mun kenna ykkur þau sannindi, vegna þess að sannleikurinn er ekki til i bók- um, ekki einu sinni i góðum bókum, segir einhvers staðar, heldur finnst hann i lifinu sjálfu. Þessir menn voru ekki aldir upp við þau tæki, sem við höf- um í skipum i dag, ratsjár, sjálfstýringu, lóran og fleira sem nú þykir og er ómissandi. Samt stýrðu þeir skipi sinu heilu í höfn eftir tugi ára á haf- inu. Hinn harði skóli lifs og reynsla kenndi þeim að taka mið af sjólagi og fugli, - þroska sitt sjötta skilningarvit, slá af báru sérhvern sjó og sýna ætið fyllstu aðgát, þó að oft yrði aö sigla djarft, þegar stærði sjó i óbliðri veðráttu. Sumir ykkar halda hér áfram námi í haust og áformað er að halda 4. stig, ef fæst þátttakalO manna. Nú um stund hefur syrt í álinn hjá okkur íslendingum og óvissa rikir í sjávarútvegi og siglingum okkar. Þetta veldur m.a. minnkandi aösókn aö skipstjórnarnáminu. Orsakir vandans eru margvislegar, sumt er af völdum móður nátt- úru, aflasamdráttar og þá sér- staklega versnandi skilyrða i sjónum undanfarin ár, sem menn gera sér vonirum að fari Batnandi. Annað er af manna- völdum. Erlend leiguskip sigla ómælt til landsins og nú vofir yfir að Amerikusiglingar sem Guðjón Ármann Eyjólfsson. Hinn harði skóli lífs og reynslu kenndi þeim að taka mið afsjó- lagi og fugli, slá af báru sérhvern sjó og sýna ætíð fyllstu aðgát, þó að oft yrði að sigla djarft. 39 Vikingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.