Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Page 47
SKOÐUN
Ingólfs Stefánssonar á björgunarmálum
Mjög hefur verið rætt um
björgun og slysavarnir að
undanförnu. i þeirri umræðu
allri hefur litið farið fyrir þætti
þjörgunarskipa. Það þykir vist
sjálfsagt að Landhelgisgæsl-
an sinni þeim verkum, sem
hún reyndar gerir og hefur oft
afrekað miklu i björgunarstörf-
um.
Fyrir löngu siðan, þegar
12—60 lesta skip voru talin
sæmileg vertiðarskip á vetrar-
vertið, var þessum málum
öðruvisi háttað. Þá voru gerð
út hjálpar- og björgunarskip,
sem voru tiltæk ef aðstoð
þurfti. Allir muna Sæbjörgu,
skip S.V.F.i., sem gerð var út
árum saman og aðstoðaði
fjölda skipa. Siöan landhelgin
var færð út i 200 milur, með
undantekningum, hefur starf
Landhelgisgæslunnar orðiö
með öörum hætti en áður var.
Eins og fjárveitingar til hennar
hafa verið á undanförnum
árum er ekki grundvöllur fyrir
að gera skip hennar út til
björgunarstarfa á grunnslóö.
Þvi má spyrja: Er hugsan-
lega hægt að hafa þar minni
björgunarskip?
Ef gert er ráð fyrir aðstoð á
grunnmiöum, þar sem minni
skipin eru almennt á veiðum,
er þá ekki hugsanlegt að hafa
tiltæk björgunarskip aö stærð
150—250 brl.? Norðmenn
gera út mörg björgunarskip og
þar að auki strandgæsluskip.
Björgunarskipin, sem Norð-
menn nota, eru að stærð
150—250 tonn. Þau eru ódýr i
rekstri og þau eru dreifð á
hafnir landsins, allt norður i
Honningsvog. I blaðinu „Norsk
Sjömannsforbunds medlems-
blad“ segirfrá einu sliku skipi,
sem er 151 brl að stærö og
með 5—6 manna áhöfn. Þar
segir meðal annars að áhöfnin
sé stundum of fámenn, en
starfinu er þannig háttað að
skipið liggur stundum dögum
saman i höfn, þegar litið er um
að vera.
Min skoðun er að við ættum
aö hugleiöa möguleika á að
gera slik björgunarskip út,
jafnhliða stóru skipunum sem
sinntu þá erfiðum verkefnum.
Ingólfur
Stefánsson
framkvæmdastjóri
FFSÍ.