Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Side 51
í sambandi viö gervitungl, 406
megahertz, og er taliö aö hún
muni auðvelda staösetningu
nauöstaddra skipa og flug-
véla.
Heimildir: Norsk Styrmands-
blad og Fiskerinytt.
Sjálfvirk
handfæravinda sem
unnt er aö forrita
Framleiöandinn, Belitronicí
Lunde í Sviþjóð, nefnir hana
Juksa-Robot, og segir hana
vera bestu handfæravinduna
fyrir fiskimenn sem nú er á
markaði. Reyndar var hún
kynnt í fyrsta sinn á fiski-
tæknisýningunni Nor-Fishing
’84 i Noregi nú i sumar. Hand-
færavinda þessi er endurþætt
útgáfa af BJ5-vindunni sem
sama fyrirtækið framleiddi og
hafa verkfræöingar fyrirtækis-
ins notiö góös af fjölda ábend-
inga notenda við endurbætur
þess.
Juksa-handfæravindan
veldur allt aö 1000 metra færi
meö 10 til 15 krókum. Norskir
handfæramenn, sem hafa
prófaö þessa nýju vindu, segja
aö hún sé hagkvæm jafnvel á
miðum þar sem fiskigengd er
breytileg, og segja þeir aö
aflinn hafi verið langt umfram
vonir. Auk þess er þessi hand-
færavinda fjölhæf. Hún er
einkum framleidd til þorsk-
veiöa en dugir vel til veiöa á
hvers konar torfufiski, svo
sem lúöu og karfa", segir
Björn Neundorf, sölumaöur
Belitronic-fyrirtækisins. „Meö
viöbótarbúnaöi er hægt aö
breyta henni i sjálfvirkt veiöi-
tæki fyrir smokkfiskveiðar.
Okkur er mikiö i mun aö gera
hana eins hagkvæma og
gagnlega og mögulegt er fyrir
fiskimenn", segir hann.
Þessi sjálfvirka handfæra-
vinda er einföld i notkun og
þarfnast notenduraðeins litill-
ar leiöbeiningar og þjálfunar.
Þráðlaussími
Nú eru alls kyns nýjungar
aö ryöja sér til rúms í sima-
tækni viöa um lönd, einkum
þar sem tekist hefur aó aflétta
kverkataki rikiseinokunr en
þaö viröist fljótlega leiða bæöi
til meira úrvals og lægra vöru-
verös. Viö rákumst nýlega á
smáfrétt i Skipsrevyen þar
sem greint var frá þvi aö brátt
muni koma aö þvi aö norski
landssiminn muni samþykkja
til notkunar þráðlaus sima-
tæki, þ.e. aö þau megi nota i
sambandi viö simakerfi lands-
ins. Sagt er aö til þess veröi
tækin aö fullnægja ströngum
tæknilegum skilyrðum, svo
sem aö þau gefi gott talsam-
þand, óviökomandi geti ekki
hlustaö á samtöl, skráning
teljaraskrefa veröi með eðli-
legum hætti og aö viðgerðar-
verkstæðum fyrir simatækin
veröi komiö upp nógu viöa.
Mesta fjarlægð milli aöaltækis
og simtóls er 200 metrar. I
simtólinu eru rafhlöður sem
endast samtals í allt aö 8
klukkustundir og hlaðast þau
sjálfvirkt þegar tóliö er lagt á
simann. I simtólinu er
10-númera minni. Það er
norska fyrirtækiö Hocom A/S
sem hefur hannaö tækiö eftir
forskrift Norska landssimans í
samvinnu viö japanska fyrir-
tækiö Uniden Corporation.
Handfæravindan nýja er nær helmingi léttari en fyrirrennari hennarenþóerlyftikrafturhennar
tvöfalt meiri.
51
Víkingur