Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Síða 53
FELAGSMAL
Skipstjórafélag
íslands kaupir
orlofsíbúö á Akureyri
Á s.l. vori ákvaö S.K.F.Í. aö
festa kaup á íbúð aö Furulundi
10P á Akureyri i þeim tilgangi
að nýta hana fyrir félagsmenn
sina sem orlofsibúð.
Segja má aö meö þessu
hafi S.K.F.Í. farið inn á nýja
braut i orlofshúsamálum þvi
hingaö til hafa stéttarfélögin
keypt sumarbústaöi i sveitum
fyrir þessa starfsemi.
Eins og flestum er kunnugt
er Akureyri mjög vinsæll
feröamannaþær jafnt á sumri
sem vetri auk þess sem stað-
urinn er miðsvæðis fyrir þá
sem feröast um Norðurland.
Eins og áöur sagði er íbúðin
aö Furulundi 10P, hún er 3ja
herbergja á jaröhæö i raöhúsi
meö sérinngangi og öll hin
vistlegasta og hefur félagiö
búið hana öllum húsgögnum,
tækjum og húsbúnaöi þannig
aö gestir þurfa ekkert með sér
aö leggja nema vistir.
Mikill áhugi félaga S.K.F.I.
hefur veriö fyrir dvöl i ibúðinni i
sumar og er fullbókað fram i
september og hafa færri kom-
ist aö en viljað hafa.
Félagiö vill nota tækifærið
og benda á aö ibúöin veröur
aö sjálfsögöu til útleigu i vetur
og eru sjómenn aðrir en félag-
ar i S.K.F.I. velkomnir til dvalar,
ef ibúðin er ekki setin af félög-
um í S.K.F.Í.
Upplýsingar geta menn
fengiö á skrifstofunni aö Borg-
artúni 18 og í sima 91 -29933.
Endurmenntun
Endurmenntunarnámskeið
Stýrimannaskólans voriö
1984 stóö frá 25. mai til 2.
júni, nema námskeiö i
sundköfun, sem hófst 21.
mai;
Þrjátiu og einn starfandi
skipstjórnarmaöur sat nám-
skeiðið, frá eftirtöldum skipa-
félögum: Frá Eimskipafélagi
islands voru 14 skipstjórar og
stýrimenn, Skipadeild SÍS 3,
Hafskip 2, Skallagrimi Borg-
arnesi (Akraborg) 1, Reykja-
vikurhöfn 2, Rikisskip 2, 7
voru á eigin vegum, bæöi
stýrimenn á skuttogurum og
farmenn, m.a. einn islenskur
stýrimaður, sem siglir meö
Þjóöverjum.
Kennt var i eftirfarandi
greinum:
Ratsjárútsetningum (plotti)
og ratsjársiglingum á samliki;
3 þátttakendur.
Tölvur um borö í skipum
og sjávarútvegi; 4 þáttt.
Skipagerö- og korn
flutningar; 14 þáttt.
Slysavarnir Eldvarnir;
6 þáttt
Sundköfun; 4 þáttt
Samtals; 31 þáttt.
Auk þess sóttu sex þátttak-
endur 18 std. námskeið í
ensku og var lesin bókin
Wave-Length um viðskipti
skipa. Flestir þátttakendur
fengu auk hinna sérstöku
námskeiöa einnig kennslu á
nýja ratsjá Stýrimannaskól-
ans, KH-1600, sem var sett
uppijanúars.l.
Þetta er þriðja vorið i röö nú
hin seinni árin, sem endur-
menntunarnámskeiö hafa ver-
iö haldin við Stýrimannaskól-
ann i Reykjavík og hafa sam-
tals 65 skipstjórnarmenn tek-
iö þátt i þeim. Nokkrir skip-
stjórnarmannanna hafa sótt
um tvö námskeiö.
Ætlunin er aö reyna aö hafa
einhverja endurmenntun og
námskeiö samhliöa námi á
veturna.
í verklok. Loftur Hafl-
iðason og Gústav
Ziemsen hvílast við
umdeildan mjöð, eftir
röðun húsmuna í or-
lofsíbúðina.
53 Víkingur