Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Síða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Síða 54
FÉLAGSMÁL Litiö í lögskráningabækur Ætli lögskráningar á fiski- skipin okkar séu allsstaðar i góðu lagi? Til þess að kanna það skruppu þeir vestur á land, Kristinn Gunnarsson deildarstjóri i Samgönguráðu- neytinu og Helgi Laxdal frá Farmanna- og fiskimanna- sambandinu. Þeir voru á Hólmavik 13. ágúst, þar sem sýslumannsembættið annast lögskráninguna fyrir Hólmavik og Drangsnes. Þeir heimsóttu svo Snæfellinga daginn eftir og komu þá við i Stykkishólmi, þar sem sýslumannsembætt- ið annast skráninguna, á Grundarfirði hjá hreppstjóran- um og i Ólafsvik hjá fulltrúa sýslumanns. Á Hólmavik, Stykkishólmi og i Ólafsvik komust þeir aö þeirri niðurstöðu að lögskrán- ing væri stórt séð i góöu lagi, nema það var sammerkt með þessum stöðum öllum að á minnstu þátunum, með aðal- vél við 300 hestafla mörkin, var pottur brotinn meö skrán- ingu vélavarðar (II. vélstjóra) eins og lögin gera ráð fyrir. Þeir töldu þó að á öllum stöð- unum stafaði þetta af vangá, og ætluðu viðkomandi skrán- ingarmenn að kippa þeim hlut- um i lag. Á Grundarfirði kvaö við svo- lítið annan tón. Lögskráningin var í ólestri vegna þess að ekki hafði verið sótt um und- anþágur handa þeim sem ekki höfðu tilskilin atvinnuleyfi. Voru þeir ýmist skráðir i við- komandi starf án tilskilinna at- vinnuleyfa eða sem hásetar. Á þeim skipum sem viðkomandi voru skráðir hásetar var eng- inn skráður í starf viökomandi yfirmanns og þvi ólöglega skráð á skipið. Þarna virtist um lögbrot að yfirlögðu ráði að ræða sem mun samstundis Á Hólmavík, Hans Magnússon fulltrúi sýslumanns, Anna Jóna Snorradóttir skrifstofumaður, Helgi Laxdal og Kristinn Gunn- arsson skoöa lögskráningarbækur. verða tekið fyrir af Samgöngu- ráðuneytinu. Á eftirtalin skip varólöglega skráð: Haukaberg SH 30 Skipstjóri: Garðar Gunnars- son. Ekki skráður stýrimaður. Grundfirðingurll SH-124 Skipstjóri: Jón E. Snorrason. Ekki skráður II vélstjóri. Fanney SH 24 Skipstjóri: Magnús Magnús- son. Ekki skráöur II vélstjóri. Sóley SH 150 Skipstjóri: Þorvaldur Sveins- son. Ekki skráður II vélstjóri. í Strokknum 3. tbl. 1984 eru lög nr. 811/1984 um atvinnu- réttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða frá 2. mai sl., Á öllum lögskráningarskrifstof- um voru skilin eftir nokkur ein- tök af þessu tbl. Strokksins til þess að viðkomandi ættu hægara með að kynna sér efni laganna. Brýnt var fyrir öllum skrán- ingarmönnunum að skrá i at- hugasemdadálk hvort við- komandi væri á undanþágu og þá frá hvaða tima undanþágan gilti. Víkingur 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.